Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kökusjoppan Sautján sortir opnar á Grandagarði
Bollakökur blandaðar saltlakkrís og tyrkneskum pipar fengu góðar viðtökur og seldust grimmt í kökusjoppunni Sautján sortum á Grandagarði í Reykjavík sem opnuð var nú á dögunum.
Við leggjum okkur eftir því að kökurnar hafi bragð og útlit heimabaksturs og hér vinnum við allt frá grunni. Vörumerkjakökur kunna að vera góðar, en við finnum vel að fólk leitar eftir því bragði og tilfinningu sem fylgir jafnan kökum sem bakaðar eru í eldhúsinu heima,
segir eigandinn, Auður Ögn Árnadóttir í samtali við mbl.is.
Hún er eigandi kökusjoppunnar sem dregur nafn sitt af frægum lýsingum í Kristnihaldi undir Jökli, skáldsögu Halldórs Laxness.
Í eldhúsinu er hinn nýútskrifaði bakari Íris Björk, en hún hefur unnið sér m.a. það til frægðar að bera sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. Hlaut 1. sæti í Nemakeppni Kornax 2013, 2. sætið í sömu keppni nú í ár svo fátt eitt sé nefnt. Til gamans má geta að þegar Íris Björk brautskráðist úr bakaraiðn hlaut hún viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn, metnaðarfullur bakari hér á ferð.
Nánari umfjöllun á mbl.is hér.
Myndir: af facebook síðu 17 Sortir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars