Reykjavík Bar Summit
Kokteillinn hluti af lífinu sjálfu | Kokteilupplifunin og Corner Club
Slippbarinn fékk á dögunum sænska barinn Corner Club til liðs við sig til að skapa ógleymanlega kokteilupplifun en eins og margir vita er Slippbarinn einn fremsti kokteilbar landsins og leggur mikla áherslu á gerð góðra kokteila úr ferskum hráefnum sem búin eru til á staðnum.
Corner Club og Slippbarinn fengu lítinn hóp fólks sem þekktist ekki innbyrðis til að neyta og njóta kokteila á öðrum stað en á sjálfum barnum. Farið var í ferðalag og kokteilupplifunin, varð að sögn Ásgeirs Más Björnssonar veitingastjóra Slippbarsins, allt önnur og einstök.
Ásgeir segir þá á Slippbarnum hafa lært heilmikið af því að fá Corner Club með sér í lið fyrir þennan viðburð, en barþjónarnir Oskar Karl og Johan Evers frá Corner Club voru á dögunum tilnefndir til barþjóna ársins:
Corner Club er einn af 18 bestu börum í Evrópu og er staðsettur í gamla bænum í Stokkhólmi. Oskar og Johan sjá til dæmis um drykki fyrir 2 stjörnu mitchelin stað Frantzen og bistro staðinn Flying Elk í Stokkhólmi en þeir voru voru fengnir þarna inn með sína hugmyndafræði og staðirnir byrjuðu að ganga betur í kjölfarið. Konseptið þeirra er samvinna og að samstilla alla drykki. Enginn drykkur er betri en annar fyrr en þeir eru prófaðir hlið við hlið. Gæðin eru framar öllu og til að mynda nota þeir aðeins handskorinn ís. Þetta eru opnir og skemmtilegir gæjar og skapa þetta andrúmsloft sem er að virka
, segir Ásgeir.
Kokteillinn í víðara samhengi
Hugsunin með þessari ferð var að útvíkka kokteilkonseptið og skapa meiri upplifun í kringum það frekar en aðeins að neyta kokteils sem drykk inni á bar. Barinn var því tekinn út úr sínu hefðbundna umhverfi og settur á staði þar sem barir eru yfirleitt ekki, til að skapa þessa nýju upplifun sem verður svo mikið stærri en inni á barnum. Þeir félagar og Ásgeir byrjuðu á því að stilla upp bar á Þingvöllum og svo á Laugarvatni Fontana.
Náttúran, umhverfið, fólkið og andrúmsloftið skiptir miklu máli í heildarútkomunni á drykknum. Það geta allir búið til góðan drykk, en það er þetta samhengi, í okkar tilfelli með náttúru, sveitabæ og skemmtilegum minningum sem fólk tengir við og upplifir fyrir utan bragð drykkjarins. Þá má í raun spyrja sig hversu miklu máli sjálft bragð drykkjarins skiptir í þessu samhengi og í raun verður kokteillinn að ákveðnu aukaatriði við hliðina á félagsskapnum og minningunum í kringum drykkinn. Drykkurinn verður hluti af upplifun sem er svo miklu stærri en drykkurinn sjálfur
, segir Ásgeir, en fyrsta atriðið var á Þingvellir.
Ég fór á undan með pop-up barinn okkar og útbjó kokteila og svo hittum við hópinn á Þingvöllum og fyrsta atriðið var að fá sér drykk saman í mjög fallegu umhverfi. Svo var sund í Laugarvatni Fontana. Barinn var settur upp þar og drykkur.
Hópurinn endaði að lokum í villibráðahlaðborði á Seli í Grímsnesi þar sem Oskar og Johan voru með fyrirlestur um kokteila og m.a. hvernig hægt er að vinna að því að skara fram úr sem bar í stórborg. Þá tók hópurinn þátt í vinnustofu þar sem kafað var ofan í kokteilana, smakkað , spáð og spekúlerað. Ásgeir var mjög ánægður með útkomuna þar.
Í Grímsnesi voru allir orðnir miklir félagar. Barinn var þar í litlu herbergi og þar fyrst kynna þeir félagar sig. Og þar smellur allt saman og fólk varð hluti af þeirra hugmyndafræði og þeirra kokteilsköpun.
Mikil ánægja
Við völdum fáa útvalda, létum fáa vita af þessu. Þetta var til dæmis kokkur frá Finnlandi, teymi ljósmyndara, blaðamenn, áhugasamir barþjónar úr Reykjajvík, barþjónar af Slippbarnum ásamt og óbreyttum aðilum af götunni. Þetta var flott mix. Það var mikil ánægja með ferðina og þessa upplifun hjá okkur og þetta kom á óvart. Við vorum aðeins búnir að segja að litlu leyti um hvað þetta fjallaði. Fólk vissi að það væri að fara að drekka og borða en ekkert meira.
Ferðin snerti við fólkinu og upplifunin þeirra á þessari heild varð mjög sterk. Við náðum að tengja fólk saman, búa til upplifun áður en Oskar og Johan sögðu frá sér og gerðu sinn galdur. Skilaboðin komast þannig öðruvísi til skila. Þeir voru í raun ekki aðalatriðið fyrr en í lokin, þeir voru bara hluti af hópnum.
, segir Ásgeir, aðspurður um hvaða hópur var þetta og hvernig var hann valinn.
Reykjavík Bar Summit
Reykjavik Bar Summit verður haldið í febrúar 2015 og stendur Slippbarinn fyrir þeirri uppákomu. Ásgeir segir þessa ferð hafa verið frábæra upphitun fyrir Reykjavik Bar Summit.
Ferðin með Corner Club var frábær generalprufa fyrir Reykjavik Bar Summit. Þar verður þetta í raun sama hugmyndin en barþjónar frá Evrópu og Ameríku hittast og tengjast í gegnum kokteilupplifun. Á RBS snýst þetta um svipaða hugmyndafræði að miklu leyti, þ.e. hvort þú sem barþjónn getir skapað barinn og þína drykki í öðru umhverfi en þú ert vanur eða vön, þar sem þú þekkir ekki fólkið og ert fyrir utan þinn þægindahring. Samhengið er annað. Þarna mun drykkurinn ekki vera það eina sem skiptir máli heldur öll heildin. Og kokteillinn verður hluti af lífinu sjálfu.
, segir Ásgeir að lokum og hlakkar til frekari gjörninga í febrúar á komandi ári.
Vídeó:
Myndir: Siggi Anton, [email protected]
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina