Vín, drykkir og keppni
Kokteilaskólinn á ferð um landið – Sigurjón Tómas: „sjá fallega landið mitt og kynnast fólkinu á meðan ég kynni þeim fyrir kokteilagerð“
Kokteilaskólinn mun ferðast um landið 8. – 14. júlí næstkomandi og kynna kokteilagerð á fjölmörgum veitingastöðum.
„Hugmyndin kom svo bara frá mér, hefur alltaf liðið svolítið eins og túrista í mínu eigin landi og á sama tíma hafandi mikinn áhuga á kokteilum og náttúru.
Fékk þá hugmynd að reyna slá 2 flugur í einu höggi, sjá fallega landið mitt og kynnast fólkinu á meðan ég kynni þeim fyrir kokteilagerð“
Sagði Sigurjón Tómas Hjaltason rekstrarstjóri Kokteilaskólans og RvkCocktails í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvernig það kom til að ferðast um landið með Kokteilaskólann.
Sigurjón Tómas hefur starfað á framsæknum veitingastöðum á Íslandi, Matarkjallaranum, Hótel Natura, Íslenska barnum, Fiskfélaginu sem þjónn og barþjónn, svo fátt eitt sé nefnt.
Með Sigurjóni til halds og traust er Janusz Gustowski.
Að þessu sinni voru 5 bæjarfélög sem urðu fyrir valinu:
Egilsstaðir 9. júlí – Askur Pizzeria
Akureyri 10. júlí – Vamos Grande
Bíldudalur 11. júlí – Skímslasetrið
Ísafjörður 12. júlí – Edinborg
Flateyri 13. júlí – Vagninn
„Við verðum með 2 klassíska kokteila, Whiskey sour og espresso martini og svo minn vinnings-kokteil frá RCW þema keppninni – Royal Fizz“
Sagði Sigurjón um kokteilana sem verða kynntir. Þemakeppnin sem haldin var á „Reykjavík Cocktail Weekend“ var Low ABV þema eða kokteill með lágu áfengismagni.
Sjá einnig: Íslandsmeistaramótið í kokteilagerð
Uppskriftin af Royal Fizz er hægt að skoða hér að neðan:
Royal Fizz
15ml bláberjalíkjör frá OgNatura
35ml bláberjasaft frá OgNatura
35ml PinkGin frá OgNatura
25ml sykursíróp
30ml sítrónusafi
25ml aquafaba (kjúklingabaunasafi)
Blandar þessu öllu saman í hristara og hristir fyrst án klaka í 10-15 sek til þess að kalla fram froðuna (dry shake) síðan bætir þú við klaka og hristir aftur til þess að kæla drykkinn og blanda.
Síðustu skref, áður en drykknum er hellt í glas er sett 30 – 40 ml af Ylliblóma tonic í glasið og drykknum svo hellt yfir, dustað yfir tyrkish pepper og voila.
Skreytt með bláberi.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024