Uppskriftir
Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu
Botn
400 gr hafrakex
50 gr smjör
Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.
Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr.
Kókosostakaka
7 gr matarlím
500 gr kókosrjómi
150 gr flórsykur
400 gr rjómaostur
250 gr rjómi
1 tsk vanilla
Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri, kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna.
Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif.
Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt.
Kókos mulningur
50 gr hveiti
50 gr sykur
60 gr smjör
60 gr kókosflögur
Setjið hveiti, sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum.
Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180° þar til blandan verður gullinbrún.
Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur.
Blandið síðan öllu saman.
Passion sósa
3 stk passion
100 gr sykur
Safi úr 1/2 lime
Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða.
Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulningurinn ofan á.
Höfundur er Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari.
Instagram: @erlathorabergmann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi