Vertu memm

Uppskriftir

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Birting:

þann

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Botn

400 gr hafrakex

50 gr smjör

Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.

Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr.

Kókosostakaka

7 gr matarlím

500 gr kókosrjómi

150 gr flórsykur

400 gr rjómaostur

250 gr rjómi

1 tsk vanilla

Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri, kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna.

Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif.

Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt.

Kókos mulningur

50 gr hveiti

50 gr sykur

60 gr smjör

60 gr kókosflögur

Setjið hveiti, sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum.

Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180° þar til blandan verður gullinbrún.

Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur.

Blandið síðan öllu saman.

Passion sósa

3 stk passion

100 gr sykur

Safi úr 1/2 lime

Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða.

Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulningurinn ofan á.

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari

Höfundur er Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari.

Instagram: @erlathorabergmann

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið