Uppskriftir
Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu
Botn
400 gr hafrakex
50 gr smjör
Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.
Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr.
Kókosostakaka
7 gr matarlím
500 gr kókosrjómi
150 gr flórsykur
400 gr rjómaostur
250 gr rjómi
1 tsk vanilla
Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri, kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna.
Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif.
Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt.
Kókos mulningur
50 gr hveiti
50 gr sykur
60 gr smjör
60 gr kókosflögur
Setjið hveiti, sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum.
Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180° þar til blandan verður gullinbrún.
Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur.
Blandið síðan öllu saman.
Passion sósa
3 stk passion
100 gr sykur
Safi úr 1/2 lime
Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða.
Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulningurinn ofan á.
Höfundur er Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari.
Instagram: @erlathorabergmann
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur