Markaðurinn
Kókómjólkin í sérstökum afmælisumbúðum – Vídeó
Einn ástsælasti drykkur þjóðarinnar, sjálf Kókómjólkin, fagnar 50 ára afmæli á árinu og af því tilefni blásum við til veislu með sérstökum afmælisumbúðum og nýrri auglýsingu þar sem öllu er tjaldað til.
Drykkurinn kom fyrst á markað 1973 og var fyrstu tvö árin í pappahyrnu en svo tók pappafernan við. Umbúðirnar voru þá skreyttar með mynd af ketti hlusta á tónlist og allar götur síðan hefur köttur verið lukkudýr Kókómjólkurinnar.
Kötturinn Klói var fyrst nafngreindur 1990 þegar umbúðirnar fengu andlitslyftingu og hefur hann aðeins þroskast og breyst á síðustu áratugum.
Horfa á afmælisauglýsingu Kókómjólkur
Í tilefni 50 ára afmælisins hefur Kókómjólkin verið færð í sérstakan afmælisbúning og prýða fernurnar nú þrjár ólíkar myndir þar sem m.a. má sjá endurgerð á myndinni sem prýddi fyrstu fernurnar; baksvipinn á ketti að njóta ljúfra tóna úr grammófóni.
Kókómjólk hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu Íslendinga enda passar hún vel með hverju sem er, súkkulaðisnúð eða einni með öllu, með banana eftir góða íþróttaæfingu eða ein sér hvenær sem er.
Horfa á bakvið tjöldin myndband
Margir tengjast Kókómjólkinni sérstökum böndum og eiga góðar minningar úr æsku henni tengdri en Kókómjólkin góða hefur verið ein vinsælasta vara MS í hálfa öld og drekka Íslendingar um níu milljónir Kókómjólkurferna á hverju ári.
Nostalgían fær líka að njóta sín í nýrri Kókómjólkurauglýsingu í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar en þar er sögð sagan af einstakri vináttu sem spannar hálfa öld. Aðalhlutverkin í auglýsingunni eru höndum stórleikarans Hilmars Guðjónssonar og þriggja ungra og upprennandi leikara sem fara algjörlega á kostum í hlutverkum sínum.

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?