Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kokkarnir okkar – Snilldarþættir á N4 sjónvarpsstöðinni
Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumaður eða Halli kokkur eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali leitar uppi bestu kokka landsins sem eiga það sameiginlegt að hafa keppt í virtustu og stærstu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi. Hann spjallar við þá meðan eldaðir eru dýrindis réttir, en fyrsti þáttur var sýndur 19. október s.l. á N4 sjónvarpsstöðinni.
Í næsta þætti af Kokkunum okkar heimsækir Halli kokkur Atla þór Erlendsson á Grillið og Viktor Örn Andrésson á Lava. Þar segja þeir frá þeirra Bocuse d´Or ævintýri ásamt því að elda bleikju og lambalæri án mjaðmabeins.
Vertu með stillt á N4 á morgun mánudagskvöldið 26. október kl. 18.30
Eftirfarandi eru stiklur úr þáttunum:
Fyrsti þáttur:
Kokkarnir okkar á mánudögum á N4Halli kokkur leitar uppi bestu kokka landsins sem eiga það sameiginlegt að hafa keppt í virtustu og stærstu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi. Hann spjallar við þá meðan eldaðir eru dýrindis réttir. Hefst í kvöld kl. 18.30. Ekki missa af þessu!
Posted by N4 Sjónvarp on 19. október 2015
Annar þáttur:
Kokkarnir okkar þáttur – 2í næsta þætti af Kokkunum okkar heimsækjum við Atla þór Erlendsson á Grillið og Viktor Örn Andrésson á Lava. Þar segja þeir okkur frá þeirra Bocuse d´Or ævintýri ásamt því að elda bleikju og lambalæri án mjaðmabeins. Vertu með stillt á N4 á mánudagskvöldið kl. 18.30
Posted by N4 Sjónvarp on 23. október 2015
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?