Vertu memm

Freisting

Klúbbablað Gestgjafans komið út

Birting:

þann

Svokallað klúbbablað Gestgjafans er komið út, en klúbbastarfsemi landsmanna er nú farin í gang og klúbbfélagar byrjaðir að matbúa kræsingar hver fyrir annan af miklum móð.

Klúbbarnir eru ýmist kenndir við saumaskap, spilamennsku eða mat, en jafnan fylgja samkomunum veitingar af einhverju tagi.

Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans segir að klúbbar eins og hér eru algengir þekkist ekki erlendis. Þar sé algengara að fólk hittist á kaffihúsum en í heimahúsum. Hefðin hérlendis sé mjög sterk og yngri kynslóðin á heimilinum fylgist spennt með því hvað verði á boðstólum hverju sinni. Sólveig segir að færst hafi í vöxt að bornar séu fram súpur þegar klúbbar koma saman, en minna sé um sætindi en áður. Súpan á forsíðu Gestgjafans að þessu sinni er dæmi um rétt sem nú nýtur vinsælda.

Það var fréttasíðan Dv.is sem greindi frá.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið