Freisting
Klúbbablað Gestgjafans komið út
Svokallað klúbbablað Gestgjafans er komið út, en klúbbastarfsemi landsmanna er nú farin í gang og klúbbfélagar byrjaðir að matbúa kræsingar hver fyrir annan af miklum móð.
Klúbbarnir eru ýmist kenndir við saumaskap, spilamennsku eða mat, en jafnan fylgja samkomunum veitingar af einhverju tagi.
Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans segir að klúbbar eins og hér eru algengir þekkist ekki erlendis. Þar sé algengara að fólk hittist á kaffihúsum en í heimahúsum. Hefðin hérlendis sé mjög sterk og yngri kynslóðin á heimilinum fylgist spennt með því hvað verði á boðstólum hverju sinni. Sólveig segir að færst hafi í vöxt að bornar séu fram súpur þegar klúbbar koma saman, en minna sé um sætindi en áður. Súpan á forsíðu Gestgjafans að þessu sinni er dæmi um rétt sem nú nýtur vinsælda.
Það var fréttasíðan Dv.is sem greindi frá.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun