Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klakaskurðahátíð á Akureyri um helgina, tæp 7 tonn af óskornum klaka
Það verður sannkölluð klakahátíð núna um helgina á Akureyri. Akureyri hefur fengið þann titil að vera kölluð Vetrarmiðstöð Íslands og nú um helgina ætla þeir félagar Kjartan Marínó Kjartansson sous chef á Hótel Holti og Hallgrímur Sigurðsson sous chef á Vox að skera út klakastyttur. En til þess hafa þeir í farteskinu tæp 7 tonn af óskornum klaka. Klakastykkin eru frá 50-60 kg og allt upp í 1 tonn.
Hallgrímur sagði í samtali við fréttamann að þeir koma til með að forskera klakana og byrja síðan að að fínesera á laugardaginn 17 des. kl; 15°° og verða í ískurðinum frameftir kvöldi til 22°°.
Búist er við smá frosti og er vonast til að klakarnir komi til með að standa í dágóðan tíma. Herlegheitin verða á Ráðhústorginu við stærsta skreytta jólatré bæjarins.
Þeir hafa meðal annars fengið um 700 kg af tærum klaka frá Ískurðameistaranum Ottó Magnússyni. Þeir félagar Kjartan og Hallgrímur ætla sér að skera út Akureyrakirkju ásamt fjölmörgum öðrum ískúlptúra. Talið er að þetta sé Íslandsmet í magni í ískurði, enda ekkert smá magn af klaka eða nær 7 tonn.
Klakstytturnar verða í jólaþema og hafa þeir fengið m.a. fyrirtækið Lumex til að lýsa upp klakastytturnar með hátækni ljósabúnað.
Sérlegur aðstoðamaður þeirra er enginn annar en Jónas Oddur formaður Ungfreistingar og ískurðarnemi, en hann kemur til með að handlanga og aðstoða við klakstytturnar og fær eflaust að taka í vélsögina.
Þess ber að geta að á laugardaginn verður afmælisdagur hans Kjartans Marínó Kjartanssonar og óskar Freisting honum innilega til hamingju með daginn.
Þeir félagar eru allir virkir meðlimir Matreiðsluklúbb Freistingar og verður Freisting.is með fréttamann á staðnum til að fylgjast vel með. Geir Gíslason ljósmyndari (bróðir Gunnars Karls á B5) verður á staðnum, og komum við til með að setja inn myndir um leið og þær berast.
Freisting.is óskar þeim félögum góðri velgengni um helgina.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan