Uppskriftir
Kjötsoð í súpur, sósur ofl.
Af beinum og úrgangskjöti er hægt að fá gott soð (kraft) Beinin eru þvegin úr köldu vatni og höggvin smátt. Látin í kalt vatn, svo mikið að vel fljóti yfir. Suðan látin koma hægt upp. Froðan veidd vandlega ofan af og saltað eftir smekk.
Soðið hægt 5-6 klst. Best er að potturinn sé þykkur og hlemmurinn falli vel að, svo að suðan verði jöfn og sem minnst af bragðefnunum gufi burt.
Soðið er síað og kælt með flotinu, flotskjöldurinn hlífir og soðið geymist þá betur. þetta soð er ágætt í súpur, jafninga og sósur. Eigi að vanda soðið sérstaklega, þarf að sjóða nokkuð af kjöti með (3-4 kg kjöt og bein 5 l vatn) Kjötið er þá skorið smátt og þegar á suðuna líður er gott að láta gulrófur út í soðið.
Þetta soð er gott í hverskonar kraftsúpur og grænmetissúpur. T.d. má jafna soðið með hveiti, 2 matsk á líter af soði og borða súpuna með smurðu brauði og osti, harðsoðnum eggjum, eggjahlaupi, bollum, makkarónum, blómkáli, gulrófum, gulrótum eða kjöti skornu í smá bita.
Hollara og drýgra er að borða sem minnst af kjöti með svona súpum, heldur nota það í aðra rétti. Í soðsúpur má einnig nota saltkjötssoð og grænmetissoð ýmiskonar. Kraftsúpur eru lystaukandi og hollar. Best á við að hafa mjöl og grjónamat á eftir svona súpum, t.d. pönnukökur, hrísblóm, hrísgrjóna eða brauðbætinga, ostakökur o.fl.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






