Markaðurinn
Kjarnafæði og Klúbbur matreiðslumeistara endurnýja samning sinn

Andrés Vilhjálmsson markaðstjóri Kjarnafæði – Norðlenska og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara við undirritun nýja samstarfssamninginn
Nú á Þorranum skrifuðu Andrés Vilhjálmsson markaðstjóri Kjarnafæði – Norðlenska og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara undir nýjan samstarfssamning. Samstarf Kjarnafæðis og Klúbbs matreiðslumeistara er ekki nýtt af nálinni en samstarfið hefur verið einstaklega gott og nýst báðum aðilum vel.
Kjarnafæði er í grunninn sannkallað fjölskyldufyrirtæki stofnað þann 19. mars 1985 á Akureyri af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum. Í upphafi fór starfsemi fyrirtækisins fram í litlu húsnæði, þar sem þeir bræður unnu ásamt fjölskyldum sínum.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Eiður og Hreinn hófu starfsemina og er Kjarnafæði Norðlenska í dag eitt af öflugustu kjötvinnslum á landinu.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi





