Vertu memm

Markaðurinn

Kjarnafæði og Klúbbur matreiðslumeistara endurnýja samning sinn

Birting:

þann

Andrés Vilhjálmsson markaðstjóri Kjarnafæði – Norðlenska og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara við undirritun nýjan samstarfssamning

Andrés Vilhjálmsson markaðstjóri Kjarnafæði – Norðlenska og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara við undirritun nýja samstarfssamninginn

Nú á Þorranum skrifuðu Andrés Vilhjálmsson markaðstjóri Kjarnafæði – Norðlenska og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara undir nýjan samstarfssamning. Samstarf Kjarnafæðis og Klúbbs matreiðslumeistara er ekki nýtt af nálinni en samstarfið hefur verið einstaklega gott og nýst báðum aðilum vel.

Kjarnafæði er í grunninn sannkallað fjölskyldufyrirtæki stofnað þann 19. mars 1985 á Akureyri af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum. Í upphafi fór starfsemi fyrirtækisins fram í litlu húsnæði, þar sem þeir bræður unnu ásamt fjölskyldum sínum.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Eiður og Hreinn hófu starfsemina og er Kjarnafæði Norðlenska í dag eitt af öflugustu kjötvinnslum á landinu.

Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið