Markaðurinn
Kjarakönnun frá Gallup send í næstu viku
Kjarakönnun frá MATVÍS mun verða send félagsmönnum í næstu viku. Hún mun berast í tölvupósti eða með SMS frá Gallup.
MATVÍS hefur það hlutverk að berjast fyrir réttindum félagsmanna sinna og veita þeim margvíslega þjónustu. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars nýttar til að móta áherslur MATVÍS í aðdraganda næstu kjarasamninga.
Kjör félagsmanna, laun og vinnutími eru meginviðfangsefni könnunarinnar. Þar er einnig spurt um viðhorf til þjónustu MATVÍS, afstöðu til náms auk þess sem í könnuninni er að finna spurningar um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustöðum. Brýnt er fyrir félagið að átta sig á útbreiðslu vandamála af þeim toga á meðal félagsmanna. Aukin vitneskja um umfang þessara mála mun reynast félaginu dýrmætur efniviður til að móta aðgerðir til hagsbóta fyrir félagsmenn.
Öll svör við spurningunum eru trúnaðarmál og ekki hægt að rekja til einstaklinga. Þátttakendum er frjálst að sleppa því að svara könnuninni í heild eða einstökum spurningum. Góð þátttaka mun aftur á móti auka áreiðanleika upplýsinga um kjör og líðan félagsmanna.
Gallup annast framkvæmd könnunarinnar og gagnaúrvinnslu. Ef spurningar um framkvæmd hennar vakna má hafa samband við Tómas hjá Gallup ([email protected]) eða Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formann MATVÍS ([email protected]).
Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna,
MATVÍS.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati