Vertu memm

Freisting

Kínverjar gagnrýna fjölmiðla fyrir sleggjudóma í matvælamálinu

Birting:

þann

Yfirvöld í Kína hafa látið loka þremur matvæla- og lyfjafyrirtækjum í landinu og handtaka nokkra af forsvarsmönnum þeirra en hneykslismál tengd fyrirtækjunum hafa að undanförnu grafið mjög undan trausti á kínverskum vörum bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þetta er greint frá á Mbl.is sem haft er eftir fréttavef BBC.

Tvö fyrirtækjanna fluttu mengað hveitiprótín til Bandaríkjanna þar sem það var notað í dýrafóður sem dró bæði hunda og ketti til dauða. Vörur frá þriðja fyrirtækinu eru taldar tengist dauða nokkurra einstaklinga á Panama.

Kínverski ráðherrann Li Changjiang, sem er yfir öryggismálum í matvæla- og lyfjaframleiðslu í landinu, hefur heitið því að eftirlit með allri slíkri framleiðslu í landinu verði hert. Changjiang segir rannsókn kínverskra yfirvalda haf leitt í ljós að forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja hafi vísvitandi smyglað gallaðri vöru til innflutningslandanna en að samsvarandi sakir, sem voru bornar á tvö önnur fyrirtæki, hafi hins vegar reynst ósannar.

Þá gagnrýndi hann erlenda fjölmiðla fyrir að fella dóma í málum fyrirtækjanna áður en niðurstöður rannsóknar á málefnum þeirra lágu fyrir.

Mbl.is greinir frá

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið