Freisting
Kínverjar gagnrýna fjölmiðla fyrir sleggjudóma í matvælamálinu
Yfirvöld í Kína hafa látið loka þremur matvæla- og lyfjafyrirtækjum í landinu og handtaka nokkra af forsvarsmönnum þeirra en hneykslismál tengd fyrirtækjunum hafa að undanförnu grafið mjög undan trausti á kínverskum vörum bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þetta er greint frá á Mbl.is sem haft er eftir fréttavef BBC.
Tvö fyrirtækjanna fluttu mengað hveitiprótín til Bandaríkjanna þar sem það var notað í dýrafóður sem dró bæði hunda og ketti til dauða. Vörur frá þriðja fyrirtækinu eru taldar tengist dauða nokkurra einstaklinga á Panama.
Kínverski ráðherrann Li Changjiang, sem er yfir öryggismálum í matvæla- og lyfjaframleiðslu í landinu, hefur heitið því að eftirlit með allri slíkri framleiðslu í landinu verði hert. Changjiang segir rannsókn kínverskra yfirvalda haf leitt í ljós að forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja hafi vísvitandi smyglað gallaðri vöru til innflutningslandanna en að samsvarandi sakir, sem voru bornar á tvö önnur fyrirtæki, hafi hins vegar reynst ósannar.
Þá gagnrýndi hann erlenda fjölmiðla fyrir að fella dóma í málum fyrirtækjanna áður en niðurstöður rannsóknar á málefnum þeirra lágu fyrir.
Mbl.is greinir frá
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður