Keppni
Keppnin um hraðasta Barþjóninn 2024
Barþjónaklúbbur Íslands heldur Aðalfund sinn 2024 í kjallaranum á Sæta Svíninu þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:00.
Stjórn BCI hvetur alla meðlimi til þess að mæta og nýta atkvæðisrétt sinn. Einnig verður kosið um tillögu að lagabreytingum. Lög klúbbsins má finna hér!
Í ár verður kosið um 4 stjórnarmenn og 2 varamenn. Ef þú hefur áhuga á því að bjóða þig fram í stjórn væri gott að fá að vita af því fyrirfram. Þú getur tilkynnt þitt framboð með því að senda okkur póst á [email protected]
Léttar veitingar verða í boði frá Tapas Barnum og Mekka Wines & Spirits á meðan fundi stendur.
Dagskrá Aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar klúbbsins
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalds
- Stjórnarkosning
- Kosning endurskoðenda
- Alþjóðlegt samstarf
- Framtíðarhorfur og skipulag
- Önnur mál
Einnig mun fara fram kynning á störfum Barþjónaklúbbs Íslands!
Keppnin um titilinn Hraðasti Barþjóninn
Eftir Aðalfund verður svo haldin hin árlega keppni um hraðasta barþjóninn í samstarfi við Mekka Wines & Spirits! Keppendur þurfa að gera 3 tegundir af drykkjum á sem skemmstum tíma. Öll tæki, tól og hráefni verða á staðnum og þurfa því keppendur ekki að koma með neitt með sér. Dómarar verða Deivis Deltuvas, hraðasti barþjónninn árið 2023 og Elna María Tómasdóttir, varaforseti BCI.
ATH! Takmarkað pláss er fyrir keppendur, þannig að við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst! Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Eftir keppni verða svo græjurnar stilltar í botn og sungið og dansað fram á nótt.
Allir barþjónar geta mætt og skráð sig í klúbbinn, ásamt því að taka þátt í kvöldinu. Allir nýir meðlimir frá gjafabréf út að borða að andvirði 10.000 kr.
Dagskrá kvöldsins:
- 17:00 – Húsið opnar, léttar veitingar og spjall
- 18:00 – Aðalfundur hefst
- 20:00 – Keppnin um hraðasta barþjóninn
- 22:00 – Partý

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið