Keppni
Keppni matreiðslu- og framreiðslunema – föstudaginn 14. janúar 2022
Föstudaginn 14. janúar 2022 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Keppnin fer fram föstudaginn 14. janúar nk. kl. 10.30.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og eftirrétt.
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf,
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- fyrirskurður
- eldsteiking og
- fjögur sérvettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum 23. og 24. apríl 2022.
Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2022 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2022.
Allar frekari upplýsingar veitir Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR ([email protected]).
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






