Keppni
Keppni matreiðslu- og framreiðslunema – föstudaginn 14. janúar 2022
Föstudaginn 14. janúar 2022 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Keppnin fer fram föstudaginn 14. janúar nk. kl. 10.30.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta:
- skriflegt próf
- verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða klassískan forrétt og eftirrétt.
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf,
- blöndun drykkja – tveir drykkir
- kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
- fyrirskurður
- eldsteiking og
- fjögur sérvettubrot
Keppendur hafa ekki aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefna.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum 23. og 24. apríl 2022.
Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2022 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2022.
Allar frekari upplýsingar veitir Ólafur Jónsson sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR ([email protected]).

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita