Freisting
Kaupir Oliver fyrir peninga og raðhús

Skemmtistaðurinn Oliver var seldur á 162 milljónir um síðustu mánaðarmót, en þetta kemur fram á vef Vísis. Greitt var með eignarhluta í 11 raðhúsum að andvirði tæplega 63 milljóna króna. Afgangurinn var greiddur með peningum og skuldabréfum. Qbar og Barinn, sem voru að hluta til í eigu sömu aðila, hafa einnig verið seldir.
Arnar Þór Gíslason rak staðinn ásamt tveimur félögum sínum. Hann segist vera mjög sáttur við samninginn. Ekki hafi staðið til að selja, en gott tilboð hafi borist frá metnaðargjörnum manni með fínar hugmyndir um framtíð staðarins. Arnar segir ljóst að Oliver verði eftir sem áður heitasti staðurinn í bænum og þjónusta við kúnna verði frábær.
Sá sem keypti veitingastaðina heitir Ragnar Magnússon. Hann segir að engar breytingar verði gerðar á rekstri Qbars og Barsins og litlar breytingar verði gerðar á Oliver. Hann hyggst kynna framtíðaráform sín á blaðamannafundi síðar í ágúst.
Arnar segir ekki ljóst hvað hann og viðskiptafélagar hans muni taka sér fyrir hendur nú þegar þeir hafi selt rekstur sinn. Það séu spennandi tímar framundan í rekstri veitingahúsa og þeir geti vel hugsað sér að vera áfram á þeim markaði.
Til gamans, þá eru hér myndir frá opnun Olivers, fimmtudaginn 26. maí 2005
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





