Freisting
Kaupandinn beið of lengi með að verka óslægðan fiskinn
Forráðamaður fiskmarkaðar sem seldi línuýsu sem dæmd var af Fiskistofu óhæf til manneldis, segir kaupandann hafa beðið of lengi með að verka óslægðan fiskinn. Fullyrðingar kaupanda um að aflinn hafi ekki verið kældur séu alrangar.
Fiskur sem Stjörnufiskur í Grindavík keypti á fimmtudag af fiskmarkaðinum Örva á Skagaströnd var óhæfur til manneldis. Þetta er álit Fiskistofu sem skoðaði fiskinn á föstudag. Í skýrslunni kemur fram að aflinn hafi ekki verið slægður, hreinsaður eða kældur og legið í blóðbaði.
Lárus Ægir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Örva, segir línubátinn sem veiddi ýsuna hafa verið með nægan ís til að kæla aflann. Það séu fyrirmæli frá Stjörnufiski að slægja ekki fiskinn. Nauðsynlegt er að slægja fiskinn áður en of langur tími líður til að hann skemmist ekki, segir Lárus. Hann segir flutningafyrirtæki hafa skilað fiskinum til Grindavíkur snemma um morgunn.
Ástæða þess að fiskurinn er í svo slæmu ásigkomulagi þegar Fiskistofa skoðar hann er sú að hann hafi legið óslægður í 26 klukkustundir. Lárus segir kvartanir af þessu tagi sjaldgæfar. Sala á fiski á markaðnum ríflega tvöfaldaðist í fyrra og nam 4.500 tonnum.
********
Greint frá á ruv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum