Freisting
Kaupandinn beið of lengi með að verka óslægðan fiskinn
Forráðamaður fiskmarkaðar sem seldi línuýsu sem dæmd var af Fiskistofu óhæf til manneldis, segir kaupandann hafa beðið of lengi með að verka óslægðan fiskinn. Fullyrðingar kaupanda um að aflinn hafi ekki verið kældur séu alrangar.
Fiskur sem Stjörnufiskur í Grindavík keypti á fimmtudag af fiskmarkaðinum Örva á Skagaströnd var óhæfur til manneldis. Þetta er álit Fiskistofu sem skoðaði fiskinn á föstudag. Í skýrslunni kemur fram að aflinn hafi ekki verið slægður, hreinsaður eða kældur og legið í blóðbaði.
Lárus Ægir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Örva, segir línubátinn sem veiddi ýsuna hafa verið með nægan ís til að kæla aflann. Það séu fyrirmæli frá Stjörnufiski að slægja ekki fiskinn. Nauðsynlegt er að slægja fiskinn áður en of langur tími líður til að hann skemmist ekki, segir Lárus. Hann segir flutningafyrirtæki hafa skilað fiskinum til Grindavíkur snemma um morgunn.
Ástæða þess að fiskurinn er í svo slæmu ásigkomulagi þegar Fiskistofa skoðar hann er sú að hann hafi legið óslægður í 26 klukkustundir. Lárus segir kvartanir af þessu tagi sjaldgæfar. Sala á fiski á markaðnum ríflega tvöfaldaðist í fyrra og nam 4.500 tonnum.
********
Greint frá á ruv.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….