Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kattakaffihús opnar fyrir jól

Birting:

þann

Kattakaffihús - Bergstaðastræti

Það er fatahönnuðurinn Helga Björnsson sem hannaði merki staðarins

Nýtt kaffihús verður opnar fyrir jól sem staðsett verður við Bergstaðastræti 10a. Eigendurnir Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson eru miklir kattavinir, en þær hafa skírt veitingastaðinn Kattakaffihúsið og verða nokkrar kisur á staðnum.

Boðið verður upp á grænmetis- og veganfæði. Einfaldir réttir, morgunmatur svo sem hafragrautur, samlokur og kökur.

„Þetta á að vera huggulegt og þægilegt, fólk geti notið þess að hlusta á róandi mal í ketti og fá sér kökusneið,“

segir Gígja í samtali við Morgunblaðið.

Á facebook síðu Kattakaffihússins kemur fram að kaffihúsið verður fyrsta kattakaffihús á Íslandi. Kaffihús af þessu tagi eru vinsæl út um allan heim en það fyrsta opnaði í Taiwan 1998.
Velferð kattanna verður höfð að leiðarljósi og koma þeir úr Villiköttum. Hægt verður kynnast þeim á kaffihúsinu og sækja um að ættleiða þá í gegnum Villiketti og munum við þannig aðstoða við að útvega heimilislausum köttum heimili ásamt því að bjóða upp á girnilegar veitingar í rólegu og fallegu umhverfi.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið