Uppskriftir
Kartöfluröstí með reyktum laxi
Kartöflur eru herramannsmatur og er hægt að gera meira en að borða þær soðnar. Hér á eftir er uppskrift að kartöflukökum þar sem lax kemur við sögu.
Fyrir 4
3 miðlungs skrældar kartöflur, rifnar fínt með rifjárni
1 léttþeytt egg
2 matskeiðar hveiti
20 g brætt smjör
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
Sýrður rjómi
Sneiddur reyktur lax
Ferskt dill
Lárpera til skraut
Setjið kartöflur í sigti og kreistið út alla safa. Sett í skál, bætið í eggi, hveiti og bræddu smjöri.
Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið svo kartöflublöndu og fletjið örlítið með spaða, hér kemur teflon-panna sterk inn svo festist ekki við pönnuna.
Eldið í 1–2 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullinn brúnn litur er kominn á kökuna. Endurtakið með restina af kartöflublöndunni og látið kólna örlítið.
Toppið hverja kartöflu röstí með doppu af sýrðum rjóma, sneiddum reyktum laxi. Ferskt dill og lárpera til skrauts.
Kryddið með svörtum pipar.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn







