Uppskriftir
Kartöfluröstí með reyktum laxi
Kartöflur eru herramannsmatur og er hægt að gera meira en að borða þær soðnar. Hér á eftir er uppskrift að kartöflukökum þar sem lax kemur við sögu.
Fyrir 4
3 miðlungs skrældar kartöflur, rifnar fínt með rifjárni
1 léttþeytt egg
2 matskeiðar hveiti
20 g brætt smjör
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
Sýrður rjómi
Sneiddur reyktur lax
Ferskt dill
Lárpera til skraut
Setjið kartöflur í sigti og kreistið út alla safa. Sett í skál, bætið í eggi, hveiti og bræddu smjöri.
Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið svo kartöflublöndu og fletjið örlítið með spaða, hér kemur teflon-panna sterk inn svo festist ekki við pönnuna.
Eldið í 1–2 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullinn brúnn litur er kominn á kökuna. Endurtakið með restina af kartöflublöndunni og látið kólna örlítið.
Toppið hverja kartöflu röstí með doppu af sýrðum rjóma, sneiddum reyktum laxi. Ferskt dill og lárpera til skrauts.
Kryddið með svörtum pipar.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?