Vertu memm

Uppskriftir

Kartöflu og Ýsubakstur

Birting:

þann

Matarborð - Kvöldverður - Leggja á borð - Framreiðslumaður

Fyrir 6 persónur.

2 meðalstór flök reykt Ýsa
5 stk vorlaukur
2 meðal laukar saxaðir
600 gr soðnar kartöflur í teningum
200 ml mjólk
3 hvítlauksgeirar saxaðir
200 ml rjómi
Salt
Pipar
100 gr rifinn parmesan
100 gr rifinn ostur

Beinhreinsið ýsuna og komið fyrir á víðri pönnu. Þvoið vorlaukinn og saxið gróft. Setjið vorlaukinn, laukinn og hvítlaukinn yfir fiskinn og hellið mjólkinni yfir. Sjóðið rólega undir loki í 10 mínútur. Kælið örlítið. Þrystið kartöflunum í gegnum sigti.

Sjóðið rjómann niður um 1/3 og blandið saman við kartöflurnar. Hlutið fiskinn gróft niður og balndið saman við kartöflurnar ásamt lauknum. Notið vökvann af pönnunni til að þynna hræruna ef þörf er á. Kryddið til með salti og pipar.

Setjið hræruna í eldfast mót og stráið ostinum yfir. Gratinerið í 15-18 mínútur við 180 gráðu hita.

Framreitt með brauði og góðu fersku salati.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safnöldverð

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið