Markaðurinn
Karl Ómar genginn til liðs við Ásbjörn Ólafsson ehf.
Karl Ómar Jónsson matreiðslumaður hefur hafið störf hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. sem deildarstjóri stóreldhúsasviðs.
Karl eða Kalla í Esju kannast margir við en hann átti og starfaði hjá Esju Gæðafæði í u.þ.b. 20 ár. Kalli þekkir vel til á stóreldhúsamarkaðnum og er hann spenntur fyrir því að takast á við ný og skemmtileg verkefni með sölumönnum stóreldhúsasviðs.
Svava Kristjánsdóttir lét af störfum hjá fyrirtækinu núna nýverið en hún hafði unnið hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í um 17 ár. Starfsfólk Ásbjörns Ólafssonar ehf. vill þakka Svövu fyrir gott samstarf og óska henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur en jafnframt bjóða Kalla velkominn til starfa!
Hægt er að ná í Kalla í síma 820-1150 eða með tölvupósti á [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






