Markaðurinn
Karl Ómar genginn til liðs við Ásbjörn Ólafsson ehf.
Karl Ómar Jónsson matreiðslumaður hefur hafið störf hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. sem deildarstjóri stóreldhúsasviðs.
Karl eða Kalla í Esju kannast margir við en hann átti og starfaði hjá Esju Gæðafæði í u.þ.b. 20 ár. Kalli þekkir vel til á stóreldhúsamarkaðnum og er hann spenntur fyrir því að takast á við ný og skemmtileg verkefni með sölumönnum stóreldhúsasviðs.
Svava Kristjánsdóttir lét af störfum hjá fyrirtækinu núna nýverið en hún hafði unnið hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í um 17 ár. Starfsfólk Ásbjörns Ólafssonar ehf. vill þakka Svövu fyrir gott samstarf og óska henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur en jafnframt bjóða Kalla velkominn til starfa!
Hægt er að ná í Kalla í síma 820-1150 eða með tölvupósti á karl@asbjorn.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu