Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kári sigraði kokteilkeppnina Besti Brennivíns Kokteillinn 2015 | Landsliðskokkur á meðal top 10

Birting:

þann

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Kàri Sigurðsson fagnar vel og innilega sigrinum

Nú á dögunum fór fram kokteilkeppnin um Besta Brennivíns Kokteillinn 2015, en úrslitakeppn var haldin í Tjarnarbíói.

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Bartónar (Kaffibars kórinn) komu og sungu nokkra sálma um Íslenskt Brennivín, áhorfendum og keppendum til mikillar skemmtunar.

Alls bárust 26 uppskriftir af girnilegum drykkjum í keppnina þar sem Íslenskt Brennivín þurfti að vera til grundvallar og í aðalhlutverki í bragði drykkjarins.

Þessi sendu inn uppskriftir:

  • Alexander Lambert
  • Andri Davíð Pétursson
  • Arnar Geir Bjarkason
  • Axel Aage Schiöth
  • Árni Þór Sörensen
  • Ásta Guðrún Sigurðardóttir
  • Bruno Belo
  • Daníel Hlynur Michaelsson
  • Einar Valur
  • Esther Jakbosdóttir
  • Frans Magnússon
  • Gunnsteinn Helgi
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Harpa Magnúsdóttir
  • Heiðar Árnason
  • Kári Sigurðsson
  • Kristofer Hamilton Lord
  • Leo Snæfeld Pálsson
  • Leó Ólafsson
  • Orri Páll Vilhjálmsson
  • Skarphéðinn
  • Stefán Ingi Guðmundsson
  • Sævar Helgi Örnólfsson
  • Tanja Dögg Sigurðardóttir
  • Teitur Schiöth
  • Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson

Tíu álitlegustu drykkirnir komust í úrslitakeppnina

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Hafsteinn Ólafsson

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Kristofer Hamilton Lord

Margir hverjir tengja barþjóninn við starfsmenn í sal, en á meðal keppenda mátti sjá Kristofer Hamilton Lord matreiðslumann sem keppti til úrslita um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2015“ og Hafstein Ólafsson matreiðslumann á Apótekinu og meðlimur í Kokkalandsliðinu , en þeir stóðu sig með prýði.

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Keppendurnir tíu

Tíu álitlegustu drykkirnir að mati dómnefndar fóru svo í úrslitakeppnina sem haldin var í Tjarnarbíói, en höfundar top 10 drykkjana voru:

  • Andri Davíð Pétursson
  • Arnar Geir Bjarkason
  • Axel Aage Schiöth
  • Ásta Guðrún Sigurðardóttir
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Kári Sigurðsson
  • Kristofer Hamilton Lord
  • Leó Ólafsson
  • Orri Páll Vilhjálmsson
  • Teitur Schiöth

Dómarar voru:

  • Ásgeir Már Björnsson
  • Ólafur Örn Ólafsson
  • Valgeir Valgeirsson
  • Margrét Grétarsdóttir

Það var Kári Sigurðsson frá Apótekinu sem sigraði keppnina en hann er orðinn nokkuð sjóaður í keppnum sem þessum, þar sem hann hefur náð að sigra tvö ár í röð Vinnustaðakeppni á Íslandsmeistaramóti barþjóna.

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Kári hristir hér verðlaunadrykkinn Vindás af mikilli innlifun

Besti Brennivíns Kokteillinn 2015

Drykkurinn Vindás sem unninn var í samstarfi við landsliðskokkinn Hafstein Ólafsson

Drykkurinn hans Kára heitir Vindás, en hann var skírður í höfuðið á hesthúsi afa hans, þar sem ósjaldan hefur verið drukkið Brennivín:

6 cl Brennivín
3 cl Gulrótarsýróp
3 cl Limesafi
3 dropar Yuzu
Sítrónubörkur
Pikkluð gulrót til hliðar

Fyrir utan að eiga titilinn „Besta Brennivíns Kokteillinn 2015“, þá voru vegleg verðlaun í boði þar sem Kári fer á „Tales of the Cocktail“ hátíðina í New Orleans 15. – 19. júlí næstkomandi, en hún er með þeim stærri kokteil hátíðum í heiminum.

Meðfylgjandi myndir eru frá keppninni í Tjarnarbíó:

 

Myndir: Haraldur Jónasson

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið