Markaðurinn
Karamellubolla með jarðaberjum og Nóa karamellukurli
Innihald
Karamellu ganache
100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
50 ml rjómi
Jarðarberjarjómi
500 ml rjómi (þeyttur)
4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur
Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar
Síríus Karamellukurl
Súkkulaðikaramella
1 poki Nóa Rjómakúlur
4 msk rjómi
Skraut
Síríus Karamellukurl
Síríus Súkkulaðiperlur
Leiðbeiningar
Karamellu ganache
Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
Jarðarberjarjómi
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.
Súkkulaðikaramella
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.
Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita