Markaðurinn
Karamellubolla með jarðaberjum og Nóa karamellukurli
Innihald
Karamellu ganache
100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
50 ml rjómi
Jarðarberjarjómi
500 ml rjómi (þeyttur)
4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur
Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar
Síríus Karamellukurl
Súkkulaðikaramella
1 poki Nóa Rjómakúlur
4 msk rjómi
Skraut
Síríus Karamellukurl
Síríus Súkkulaðiperlur
Leiðbeiningar
Karamellu ganache
Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
Jarðarberjarjómi
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.
Súkkulaðikaramella
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.
Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






