Markaðurinn
Karamellubolla með jarðaberjum og Nóa karamellukurli
Innihald
Karamellu ganache
100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
50 ml rjómi
Jarðarberjarjómi
500 ml rjómi (þeyttur)
4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur
Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar
Síríus Karamellukurl
Súkkulaðikaramella
1 poki Nóa Rjómakúlur
4 msk rjómi
Skraut
Síríus Karamellukurl
Síríus Súkkulaðiperlur
Leiðbeiningar
Karamellu ganache
Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
Jarðarberjarjómi
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.
Súkkulaðikaramella
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.
Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s