Markaðurinn
Karamellubolla með jarðaberjum og Nóa karamellukurli
Innihald
Karamellu ganache
100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
50 ml rjómi
Jarðarberjarjómi
500 ml rjómi (þeyttur)
4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur
Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar
Síríus Karamellukurl
Súkkulaðikaramella
1 poki Nóa Rjómakúlur
4 msk rjómi
Skraut
Síríus Karamellukurl
Síríus Súkkulaðiperlur
Leiðbeiningar
Karamellu ganache
Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
Jarðarberjarjómi
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.
Súkkulaðikaramella
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.
Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






