Vertu memm

Freisting

Kahlúa kökukeppni á Borginni

Birting:

þann

Laugardaginn 26. september verður í fyrsta skipti haldin Kahlúa kökugerðarkeppni.  Þátttaka er vonum framar og býðst almenningi tækifæri til að skoða og smakka á spennandi Kahlúa kökum milli kl. 15 og 17 í Gyllta Salnum á Borginni. Úrslitin verða svo tilkynnt kl. 17.

Fyrir þá sem bara geta ekki beðið, þá er hér uppskrift af gómsætum dökkum Kahlúa Brownies:

Dökkar Kahlúa Brownies

250 gr. súkkulaði (70%) – 160 gr. smjör (stofuhiti)

¾ tesk. vanilla – 300 gr. sykur.

100 gr. hveiti – 3 egg

100 ml. Kahlúa

Aðferð:
Ofn 180°C – smjör og súkkulaði brætt saman og hrært – hræra saman sykri og eggjum – bæta við vanillu – sameina súkkulaði & smjör með sykri & eggjum varlega – bæta við hveiti – bæta við Kahlúa – hellt í smurt form – bakað í 25 mín. – leyft að kólna aðeins og þá skorið í bita og kælt á grind – borið fram með ís.

Verði ykkur að góðu.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið