Freisting
Kahlúa kökukeppni á Borginni

Laugardaginn 26. september verður í fyrsta skipti haldin Kahlúa kökugerðarkeppni. Þátttaka er vonum framar og býðst almenningi tækifæri til að skoða og smakka á spennandi Kahlúa kökum milli kl. 15 og 17 í Gyllta Salnum á Borginni. Úrslitin verða svo tilkynnt kl. 17.
Fyrir þá sem bara geta ekki beðið, þá er hér uppskrift af gómsætum dökkum Kahlúa Brownies:
Dökkar Kahlúa Brownies
250 gr. súkkulaði (70%) – 160 gr. smjör (stofuhiti)
¾ tesk. vanilla – 300 gr. sykur.
100 gr. hveiti – 3 egg
100 ml. Kahlúa
Aðferð:
Ofn 180°C smjör og súkkulaði brætt saman og hrært – hræra saman sykri og eggjum bæta við vanillu sameina súkkulaði & smjör með sykri & eggjum varlega bæta við hveiti bæta við Kahlúa hellt í smurt form – bakað í 25 mín. leyft að kólna aðeins og þá skorið í bita og kælt á grind borið fram með ís.
Verði ykkur að góðu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





