Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffibarþjónafélag Íslands lagt niður
Þriðjudaginn 13.október síðastliðinn hélt fráfarandi stjórn síðasta fund sinn með meðlimum sínum. Fundurinn var haldinn með því takmarki að mynda nýja stjórn en sú sem kveður hefur verið í dvala síðan í maí en skv. reglum félagsins eiga stjórnaskipti sér stað á aðalfundi í maí mánuði.
Í tilkynningu segir að fyrir utan stjórnarmeðlimi mætti einn meðlimur Kaffibarþjónafélagsins. Fyrir fundinn fengu stjórnarmeðlimir að vita af einu framboði en til að mynda stjórn þarf fimm manns. Ekki bárust inn fleiri framboð og Kaffibarþjónafélagið er því sjálfkrafa lagt niður.
Við hörmum að örlög KBFÍ skuli verða þessi en þróunin hefur átt sér aðdraganda síðan kom í ljós að kaffibarþjónakeppnirnar yrðu lagðar af sökum þátttökuleysis. Okkur hefur ekki tekist að rétta úr þessari hnígandi og því fer sem fer.
Þetta þýðir einnig að Íslandi vantar aðila sem ber ábyrgð á keppnishaldi gagnvart World Coffee Events (WCE) en við höfum verið heppin að hér hefur verið starfrækt hlutlaust félag sem starfar fyrst og fremst fyrir hagsmunum kaffibarþjóna. Það er auðvitað mögulegt að stofna nýtt félag sem starfar í sama anda og KBFÍ og vonandi verður það gert.
Við þökkum fyrir samveruna með ykkur sem hafið tekið þátt í starfinu eða stutt við bakið á okkur. Einnig vonum við að endastöðin sé ekki hér. Nú er tækifærið að hugsa þetta félag upp á nýtt og byrja með autt blað.
Fyrir hönd fyrrverandi stjórnar KBFÍ,
Tumi Ferrer
Fráfarandi formaður mun á næstu dögum láta firmaskrá vita formlega og heimasíðan verður brátt tekin niður.
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla