Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaffibarþjónafélag Íslands lagt niður
Þriðjudaginn 13.október síðastliðinn hélt fráfarandi stjórn síðasta fund sinn með meðlimum sínum. Fundurinn var haldinn með því takmarki að mynda nýja stjórn en sú sem kveður hefur verið í dvala síðan í maí en skv. reglum félagsins eiga stjórnaskipti sér stað á aðalfundi í maí mánuði.
Í tilkynningu segir að fyrir utan stjórnarmeðlimi mætti einn meðlimur Kaffibarþjónafélagsins. Fyrir fundinn fengu stjórnarmeðlimir að vita af einu framboði en til að mynda stjórn þarf fimm manns. Ekki bárust inn fleiri framboð og Kaffibarþjónafélagið er því sjálfkrafa lagt niður.
Við hörmum að örlög KBFÍ skuli verða þessi en þróunin hefur átt sér aðdraganda síðan kom í ljós að kaffibarþjónakeppnirnar yrðu lagðar af sökum þátttökuleysis. Okkur hefur ekki tekist að rétta úr þessari hnígandi og því fer sem fer.
Þetta þýðir einnig að Íslandi vantar aðila sem ber ábyrgð á keppnishaldi gagnvart World Coffee Events (WCE) en við höfum verið heppin að hér hefur verið starfrækt hlutlaust félag sem starfar fyrst og fremst fyrir hagsmunum kaffibarþjóna. Það er auðvitað mögulegt að stofna nýtt félag sem starfar í sama anda og KBFÍ og vonandi verður það gert.
Við þökkum fyrir samveruna með ykkur sem hafið tekið þátt í starfinu eða stutt við bakið á okkur. Einnig vonum við að endastöðin sé ekki hér. Nú er tækifærið að hugsa þetta félag upp á nýtt og byrja með autt blað.
Fyrir hönd fyrrverandi stjórnar KBFÍ,
Tumi Ferrer
Fráfarandi formaður mun á næstu dögum láta firmaskrá vita formlega og heimasíðan verður brátt tekin niður.
/Smári
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti