KM
Kæru félagar
Um leið og ég þakka stuðninginn og traustið sem mér er sýnt, vil ég nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir samveruna og frábæra árshátíð þann 3. maí s.l.
Þó að helgin hafi ekki byrjað á bestu súpu sem ég hef smakkað, þá var rækilega bætt fyrir það með frábæri þjónustu og skemmtun hjá staðarhöldurum og starfsfólki Icelandair hótel Hamri.
Kvöldið var í alla staði mjög vel heppnað og ótrúleg þátttaka í happdrættinu, sem og var mjög ánægjulegt að njóta fyrsta flokks kvöldverðar frá landsliðinu okkar og væntum við mikils af þeim á komandi misserum.
Stjórnin þakkar öllum sem að helginni stóðu fyrir frábært og óeigingjarnt starf .
Ný stjórn er komin á fullt skrið og næg spennandi verkefni eru framundan.
Nýlega var gengið frá nýjum „Gull“ styrktarsamningi við Marel og líklega verður annar slíkur undirritaður við GV Heildverslun á næstu dögum.
Næsta verkefni klúbbsins verður að taka á móti nýkjörnum forseta WACS. Enn sem alþjóð veit náði Gissur Guðmundsson kjöri sem forseti WACS á miðvikudaginn var. Ákveðið hefur verið að vera með móttöku í samráði við Gissuri og á ennþá eftir að ákveða endanlega dagsetningu. Þegar staður og stund er komin á hreint munum við tilkynna það formlega.
Næsti vetur lofar því góðu og er það verðugt verkefni okkar að laða að okkur nýja og ferska meðlimi auk þess að hefja KM til vegs og virðingar.
Kær kveðja
Alfreð Ómar Alfreðsson
Forseti klúbbs matreiðslumeistara
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var