Viðtöl, örfréttir & frumraun
K6 veitingar sýknað af kröfu Matvís: „Við greiddum matreiðslunema samkvæmt réttum taxta“
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað K6 veitingar ehf. á Akureyri af kröfu Matvís, félags matreiðslumanna, sem fór fram á að einn starfsmaður fyrirtækisins, matreiðslunemi, hefði átt að fá greidd laun samkvæmt taxta lærðs matreiðslumanns.
Matreiðsluneminn starfaði hjá K6 veitingum til loka maí 2023 og hafði þá lokið tveimur árum af námi. Einar Geirsson, eigandi K6 veitinga sem rekur veitingastaðina RUB23, Bautann og Pizzu smiðjuna á Akureyri, segir að laun nemans hafi verið greidd samkvæmt gildandi reglum.
„Ég kom að máli við hann í mars 2023 um það hvort hann væri til í að taka tímabundið að sér vaktstjórn, þar sem við vorum að leita að lærðum matreiðslumanni í það starf. Hann samþykkti það og þar sem hann var enn í námi og hafði ekki lokið nema fyrsta bekk, fannst okkur ekki rétt að greiða honum laun sem lærðum manni,“
segir Einar.
Að hans sögn var ákveðið að hækka laun nemans í 2.824 krónur í dagvinnu samkvæmt sérstakri námskrá Matvís, auk álags samkvæmt launatöflu. Það jafngilti um 21% hækkun á dagvinnu og um 30% hækkun á heildarlaunum.
„Okkur þótti þetta sanngjörn hækkun miðað við þá ábyrgð sem hann tók að sér. Við lítum á þetta sem mikilvæga reynslu og þjálfun fyrir hann til að vaxa í starfi og taka síðar meiri ábyrgð. Þá hefðu laun hans sjálfsagt verið endurskoðuð,“
segir Einar.
Matvís krafðist hins vegar þess að K6 veitingar greiddu nemanum laun samkvæmt taxta matreiðslusveins með 15% álagi, eða 3.844 krónur í dagvinnu, sem jafngildir 65% launahækkun miðað við það sem hann hafði áður fengið greitt.
Einar segir að sú krafa hafi verið langt umfram raunhæft svigrúm og ekki í samræmi við stöðu nemans.
„Það er mín skoðun að starfsmaður Matvís hafi verið að biðja um launahækkun sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og gerir í leiðinni lítið úr lærðum fagmönnum. Það er einfaldlega ósanngjarnt að setja matreiðslunema með litla reynslu jafnfætis sveinum í launum.“
Dómurinn féll K6 veitingum í vil og var fyrirtækið sýknað af öllum kröfum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







