Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jungle strákarnir opna nýjan bar
Nýr bar opnaði nú á dögunum við Skólavörðustíg 8 í Reykjavík, en gengið er inn Bergstaðastrætis megin.
Staðurinn heitir Bingo Drinkery og er casual hverfisbar með íslenskt handverksöl og kokteila sem hægt er að njóta í kósí stofu sem minnir helst á stofuna hennar ömmu.
Eigendur Bingo Drinkery eru Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson, Jakob Eggertsson og Sindri Árnason, en þeir eiga jafnframt vinsæla barinn Jungle, sem staðsettur er við Austurstræti 9 á efri hæð.
Á Bingo Drinkery er opið miðvikudaga til sunnudaga og alla daga frá og með desember. Boðið er upp á happy hour frá klukkan 16:00 til 18:00.
„Erum með 4 bjóra á krana og stútfullan kæli af skemmtilegum og öðruvísi bjórum frá íslenskum bjórframleiðendum.“
Sagði Jónas Heiðarr í samtali við veitingageirinn.is.
Á Bingo er svona 50/50 fókus á bjórinn og kokteila og er hugsunin hjá eigendum að setja upp stað þar sem þessi tveir heimar geta komið saman. Þar af leiðandi verða stundum á boðstólnum bjórkokteilar, eins og t.d. Espresso Brewtini sem eru á seðli, þar sem notaður er íslenskur stout bjór til að krydda aðeins uppá hinn geysivinsæla Espresso Martini.
Einnig er á boðstólnum léttir og þægilegir kokteilar þar sem allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Síðast en ekki síst er mikill fókus lagður á nokkra drepklassíska kokteila eins og Old fashioned, Negroni og Manhattan.
Fylgist með Bingo Drinkery á instagram hér: @bingo.rvk.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











