Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jungle strákarnir opna nýjan bar
Nýr bar opnaði nú á dögunum við Skólavörðustíg 8 í Reykjavík, en gengið er inn Bergstaðastrætis megin.
Staðurinn heitir Bingo Drinkery og er casual hverfisbar með íslenskt handverksöl og kokteila sem hægt er að njóta í kósí stofu sem minnir helst á stofuna hennar ömmu.
Eigendur Bingo Drinkery eru Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson, Jakob Eggertsson og Sindri Árnason, en þeir eiga jafnframt vinsæla barinn Jungle, sem staðsettur er við Austurstræti 9 á efri hæð.
Á Bingo Drinkery er opið miðvikudaga til sunnudaga og alla daga frá og með desember. Boðið er upp á happy hour frá klukkan 16:00 til 18:00.
„Erum með 4 bjóra á krana og stútfullan kæli af skemmtilegum og öðruvísi bjórum frá íslenskum bjórframleiðendum.“
Sagði Jónas Heiðarr í samtali við veitingageirinn.is.
Á Bingo er svona 50/50 fókus á bjórinn og kokteila og er hugsunin hjá eigendum að setja upp stað þar sem þessi tveir heimar geta komið saman. Þar af leiðandi verða stundum á boðstólnum bjórkokteilar, eins og t.d. Espresso Brewtini sem eru á seðli, þar sem notaður er íslenskur stout bjór til að krydda aðeins uppá hinn geysivinsæla Espresso Martini.
Einnig er á boðstólnum léttir og þægilegir kokteilar þar sem allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Síðast en ekki síst er mikill fókus lagður á nokkra drepklassíska kokteila eins og Old fashioned, Negroni og Manhattan.
Fylgist með Bingo Drinkery á instagram hér: @bingo.rvk.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?