Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti

Birting:

þann

Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti

Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800.

Áður var veitingastaðurinn Aldin í gamla Stiftamtmannshúsinu en sá staður opnaði í maí 2012 og þar á undan Happ sem opnaði meðal annars Happ barinn á Höfðatorgi í október s.l.  Fyrir þessa „gömlu“ þá var tísku-, og hljómplötuverslunin Karnabær til húsa að Austurstræti 22.

Það er veitingamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er meðal þeirra á bakvið þennan veitingastað sem verður Íslenskt brasserí, en Þórir hefur verið aðalræðismaður Íslands í Prag í Tékklandi til margra ára og rak þar vinsælan veitingastað sem hét Reykjavík, en nú er veitingastaðurinn Fridays þar staðsettur.

 

Mynd: Skjáskot úr google korti.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið