Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800.
Áður var veitingastaðurinn Aldin í gamla Stiftamtmannshúsinu en sá staður opnaði í maí 2012 og þar á undan Happ sem opnaði meðal annars Happ barinn á Höfðatorgi í október s.l. Fyrir þessa „gömlu“ þá var tísku-, og hljómplötuverslunin Karnabær til húsa að Austurstræti 22.
Það er veitingamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er meðal þeirra á bakvið þennan veitingastað sem verður Íslenskt brasserí, en Þórir hefur verið aðalræðismaður Íslands í Prag í Tékklandi til margra ára og rak þar vinsælan veitingastað sem hét Reykjavík, en nú er veitingastaðurinn Fridays þar staðsettur.
Mynd: Skjáskot úr google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast