Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800.
Áður var veitingastaðurinn Aldin í gamla Stiftamtmannshúsinu en sá staður opnaði í maí 2012 og þar á undan Happ sem opnaði meðal annars Happ barinn á Höfðatorgi í október s.l. Fyrir þessa „gömlu“ þá var tísku-, og hljómplötuverslunin Karnabær til húsa að Austurstræti 22.
Það er veitingamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er meðal þeirra á bakvið þennan veitingastað sem verður Íslenskt brasserí, en Þórir hefur verið aðalræðismaður Íslands í Prag í Tékklandi til margra ára og rak þar vinsælan veitingastað sem hét Reykjavík, en nú er veitingastaðurinn Fridays þar staðsettur.
Mynd: Skjáskot úr google korti.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði






