Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jörundur er nýr veitingastaður í Austurstræti
Nýr veitingastaður er nú í framkvæmdum að Austurstræti 22 á Lækjartorgi sem hefur fengið nafnið Jörundur og er skírt í höfuðið á Jörundi hundadagakonungi sem flutti í Stiftamtmannshúsið að Austurstræti 22 um árið 1800.
Áður var veitingastaðurinn Aldin í gamla Stiftamtmannshúsinu en sá staður opnaði í maí 2012 og þar á undan Happ sem opnaði meðal annars Happ barinn á Höfðatorgi í október s.l. Fyrir þessa „gömlu“ þá var tísku-, og hljómplötuverslunin Karnabær til húsa að Austurstræti 22.
Það er veitingamaðurinn Þórir Gunnarsson sem er meðal þeirra á bakvið þennan veitingastað sem verður Íslenskt brasserí, en Þórir hefur verið aðalræðismaður Íslands í Prag í Tékklandi til margra ára og rak þar vinsælan veitingastað sem hét Reykjavík, en nú er veitingastaðurinn Fridays þar staðsettur.
Mynd: Skjáskot úr google korti.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði