Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Jómfrúin opnaði á nýjan leik í dag

Birting:

þann

Jómfrúin

Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.

Jóm­frú­in opnaði í há­deg­inu í dag en staður­inn var lokaður í rúm­lega mánuð vegna fram­kvæmda. Var síðast opið á Þor­láks­messu en ann­ar eig­andi staðar­ins, Jakob Ein­ar Jak­obs­son sem er son­ur Jak­obs Jak­obs­son­ar stofn­anda Jóm­frú­ar­inn­ar, seg­ir að eft­ir 20 ára rekst­ur hafi verið kom­inn tími á end­ur­bæt­ur.

„Það er búið að snerta á hverj­um fer­sentí­metra hér inn­an­húss til þess að gera staðinn betri fyr­ir viðskipta­vini og starfs­fólk,”

seg­ir Jakob létt­ur í lund í samtali við mbl.is.

Aðspurður hvort aðdá­end­ur smur­brauðsins hafi beðið eft­ir opn­un staðar­ins með eft­ir­vænt­ingu kveður Jakob já við.

„Ég gerðist svo frakk­ur að forw­arda síma Jóm­frú­ar­inn­ar í farsím­ann hjá mér. Hann hef­ur hringt yfir 50 sinn­um á dag síðustu daga, fólk er óþreyju­fullt,”

seg­ir hann.

Í frétt á mbl.is segir að Jakob og Birg­ir Bielt­vedt keyptu Jóm­frúnna á síðasta ári og var þá stefnt að því að gera ákveðnar breyt­ing­ar á rekstri staðar­ins en fyr­ir utan fram­kvæmd­ir á hús­næðinu þá hef­ur af­greiðslu­tím­inn einnig verið lengd­ur.

„Við erum að herja á markað sem við höf­um ekki sinnt áður,”

seg­ir Jakob um það að hafa opið leng­ur fyr­ir þá sem vilja gæða sér á smur­brauði eft­ir klukk­an 18.

„Við ætl­um að hafa opið til kl. 22 fimmtu­daga til laug­ar­daga fram til 1. apríl,”

seg­ir Jakob, en eft­ir 1. apríl verður opið fram á kvöld alla daga vik­unn­ar.

Að sögn Jak­obs er fjölg­un ferðamanna helsta ástæða þess að þeir fé­lag­ar ákváðu að lengja opn­un­ar­tím­ann.

„Við ætl­um að sækja meira í út­lend­inga. Þegar það er aðeins einn staður með þessa sér­stöðu, þá hlýt­ur að vera markaður fyr­ir hann á kvöld­in; Jóm­frú­in er og mun vera heim­ili smur­brauðsins á Íslandi.”

Greint frá á mbl.is

Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið