Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jómfrúin opnaði á nýjan leik í dag

Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.
Jómfrúin opnaði í hádeginu í dag en staðurinn var lokaður í rúmlega mánuð vegna framkvæmda. Var síðast opið á Þorláksmessu en annar eigandi staðarins, Jakob Einar Jakobsson sem er sonur Jakobs Jakobssonar stofnanda Jómfrúarinnar, segir að eftir 20 ára rekstur hafi verið kominn tími á endurbætur.
„Það er búið að snerta á hverjum fersentímetra hér innanhúss til þess að gera staðinn betri fyrir viðskiptavini og starfsfólk,”
segir Jakob léttur í lund í samtali við mbl.is.
Aðspurður hvort aðdáendur smurbrauðsins hafi beðið eftir opnun staðarins með eftirvæntingu kveður Jakob já við.
„Ég gerðist svo frakkur að forwarda síma Jómfrúarinnar í farsímann hjá mér. Hann hefur hringt yfir 50 sinnum á dag síðustu daga, fólk er óþreyjufullt,”
segir hann.
Í frétt á mbl.is segir að Jakob og Birgir Bieltvedt keyptu Jómfrúnna á síðasta ári og var þá stefnt að því að gera ákveðnar breytingar á rekstri staðarins en fyrir utan framkvæmdir á húsnæðinu þá hefur afgreiðslutíminn einnig verið lengdur.
„Við erum að herja á markað sem við höfum ekki sinnt áður,”
segir Jakob um það að hafa opið lengur fyrir þá sem vilja gæða sér á smurbrauði eftir klukkan 18.
„Við ætlum að hafa opið til kl. 22 fimmtudaga til laugardaga fram til 1. apríl,”
segir Jakob, en eftir 1. apríl verður opið fram á kvöld alla daga vikunnar.
Að sögn Jakobs er fjölgun ferðamanna helsta ástæða þess að þeir félagar ákváðu að lengja opnunartímann.
„Við ætlum að sækja meira í útlendinga. Þegar það er aðeins einn staður með þessa sérstöðu, þá hlýtur að vera markaður fyrir hann á kvöldin; Jómfrúin er og mun vera heimili smurbrauðsins á Íslandi.”
Mynd: skjáskot af google korti

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir