Markaðurinn
Jólavörurnar komnar í Hafið Fiskverslun Hlíðasmára
Jólavörurnar eru komnar í Hafið Fiskverslun Hlíðasmára og stemningin farin að verða í anda jólanna. Þar á meðal er hin sívinsæla jólasíld sem hefur verið fastur liður í jólaborðum landsmanna undanfarin ár.
Að sögn verslunarinnar er síldin komin í takmörkuðu upplagi og jafnan hafa færri fengið en vilja. Því er ráðlegt að gera sér ferð tímanlega og tryggja sér jólasíldina áður en hún klárast.
Í Hafinu má einnig finna fleiri hátíðarvörur sem margir tengja við jólin. Þar á meðal eru reyktur lax með piparrótarsósu, graflax og graflaxsósa, humarsúpa og ferskur humar.
Hafið Fiskverslun býður því sannkallaðan jólasmekk þar sem ferskleiki og gæði ráða ríkjum, eins og alltaf á þessum árstíma.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











