Uncategorized
Jólavínklúbbsfundur
Fimmtudaginn 8. desember verður haldinn gala jóla dinner hjá Vínklúbbi Smakkarans á Fjalakettinum. Í boði verður fjögurra rétta máltíð, hangikjöts carpaccio í forrétt, milliréttur að hætti hússins, kengúru steik sem aðalréttur og crepes suzzette í desert. Með þessu öllu saman verður valið vín með hverjum rétti. Eins og venjulega verður verðinu haldið í algjöru lágmarki. Verðið er 8.000 kr. um 5.000 kr. fyrir matinn og 3.000 kr. vínið.
Ath. Til að njóta kengúru steikarinnar almennilega verður steikingin að vera medium rare. Fyrir þá sem langar að koma en hafa ekki áhuga á medium rare steik eða kengúru almennt verður boðið upp á lamb í staðinn, en vinsamlegast takið fram við staðfestingu breytingar á aðalréttinum.
Makar með!
Lögð var fram sú hugmynd að bjóða mökum með á jólafundinn. Þetta gefur okkur tækifæri til að kynnast betri helmingnum í afslöppuðu andrúmslofti og sýna þeim af hverju okkur finnst svo skemmtilegt að mæta á vínklúbbsfundi!
Þátttöku skal tilkynna sem fyrst til Stefáns Guðjónssonar á netfangið [email protected] .
Greint frá á smakkarinn.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10