Vertu memm

Uncategorized

Jólavínklúbbsfundur

Birting:

þann

Fimmtudaginn 8. desember verður haldinn gala jóla dinner hjá Vínklúbbi Smakkarans á Fjalakettinum. Í boði verður fjögurra rétta máltíð, hangikjöts carpaccio í forrétt, milliréttur að hætti hússins, kengúru steik sem aðalréttur og crepes suzzette í desert. Með þessu öllu saman verður valið vín með hverjum rétti. Eins og venjulega verður verðinu haldið í algjöru lágmarki. Verðið er 8.000 kr. um 5.000 kr. fyrir matinn og 3.000 kr. vínið.

Ath. Til að njóta kengúru steikarinnar almennilega verður steikingin að vera medium rare. Fyrir þá sem langar að koma en hafa ekki áhuga á medium rare steik eða kengúru almennt verður boðið upp á lamb í staðinn, en vinsamlegast takið fram við staðfestingu breytingar á aðalréttinum.

Makar með!

Lögð var fram sú hugmynd að bjóða mökum með á jólafundinn. Þetta gefur okkur tækifæri  til að kynnast “betri helmingnum” í afslöppuðu andrúmslofti og sýna þeim af hverju okkur finnst svo skemmtilegt að mæta á vínklúbbsfundi!

Þátttöku skal tilkynna sem fyrst til Stefáns Guðjónssonar á netfangið [email protected] .

Greint frá á smakkarinn.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið