Frétt
Jólakrás | Pop-up götumatarmarkaður
Síðustu helgi fyrir jól, 20. og 21. desember verður skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmarkaðnum sem var haldinn fimm sinnum í Fógetagarðinum síðastliðið sumar við mikinn fögnuð viðstaddra.
Á krás koma saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík og gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir gera og eru þekktir fyrir alla jafna. Þarna verður boðið upp á heita jólaglögg og kakó og heitan jólalegan mat og má segja að það sé tilvalið að koma við í fógetagarðinum til að slá á mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.
Þeir staðir sem taka þátt í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL restaurant, Coocoos nest, Matur og Drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í hörpu og Austurlandahraðlestin, Kleinubarinn og Meze svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðurspáin er eins hagstæð og hugsalegt er í Reykjavík í desember, stilla og bjart, en það er vissara að fólk klæði sig vel því það verður frost.
Myndir frá í sumar má finna hér.
Fyrir hönd KRÁSAR
Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir skipuleggendur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður