Vertu memm

Frétt

Jólakrás | Pop-up götumatarmarkaður

Birting:

þann

Borgarstjóraselfie F.v. Ólafur Örn Ólafsson, Dagur B. Eggertsson og Gerður Jónsdóttir

Borgarstjóraselfie
F.v. Ólafur Örn Ólafsson, Dagur B. Eggertsson og Gerður Jónsdóttir

Krás - GötumatarmarkaðurinnSíðustu helgi fyrir jól, 20. og 21. desember verður skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmarkaðnum sem var haldinn fimm sinnum í Fógetagarðinum síðastliðið sumar við mikinn fögnuð viðstaddra.

Á krás koma saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík og gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir gera og eru þekktir fyrir alla jafna. Þarna verður boðið upp á heita jólaglögg og kakó og heitan jólalegan mat og má segja að það sé tilvalið að koma við í fógetagarðinum  til að slá á mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.

Þeir staðir sem taka þátt í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL restaurant, Coocoos nest, Matur og Drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í hörpu og Austurlandahraðlestin, Kleinubarinn og Meze svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðurspáin er eins hagstæð og hugsalegt er í Reykjavík í desember, stilla og bjart, en það er vissara að fólk klæði sig vel því það verður frost.

Myndir frá í sumar má finna hér.

Fyrir hönd KRÁSAR
Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir skipuleggendur

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið