Frétt
Jólakrás | Pop-up götumatarmarkaður
Síðustu helgi fyrir jól, 20. og 21. desember verður skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmarkaðnum sem var haldinn fimm sinnum í Fógetagarðinum síðastliðið sumar við mikinn fögnuð viðstaddra.
Á krás koma saman veitingastaðir úr öllum áttum og endum veitingaflórunnar í Reykjavík og gera götuútgáfu af þeim mat sem þeir gera og eru þekktir fyrir alla jafna. Þarna verður boðið upp á heita jólaglögg og kakó og heitan jólalegan mat og má segja að það sé tilvalið að koma við í fógetagarðinum til að slá á mesta jólastressið og fá sér gott í gogginn.
Þeir staðir sem taka þátt í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL restaurant, Coocoos nest, Matur og Drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í hörpu og Austurlandahraðlestin, Kleinubarinn og Meze svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðurspáin er eins hagstæð og hugsalegt er í Reykjavík í desember, stilla og bjart, en það er vissara að fólk klæði sig vel því það verður frost.
Myndir frá í sumar má finna hér.
Fyrir hönd KRÁSAR
Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir skipuleggendur
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill