Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð Húsasmiðjunnar slær í gegn
Undirritaður varð þess heiður njótandi að snæða jólahlaðborðið í gærkvöldi og þvílík hamingja.
Það sem er á borðinu er 3 teg síld, 3 teg brauð, terrine með sultu, 2 teg salat, pastasalat, kjúklingalæri, kjúklinganaggar, coctailpylsur, eplasalat, kartöflusalat, bayonneskinka, Purusteik, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar baunir.
Rósa Valdimarsdóttir matreiðslumeistari Húsasmiðjunnar stjórnar þessu öllu af myndarskap eins og henni tamt að gera.
Ég náði smá samtali við hana og sagði hún að það hefði verið fullt á hverjum degi frá byrjun og get ég staðfest að í gærkvöldi er ég kom rétt fyrir 18°°, þá var salurinn þegar fullur af gestum og þurfti smá bið til að fá borð.
Eins og áður sagði smakkaðist þetta alveg einstaklega vel og skapar mjög jákvæða ímynd í huga fólks til Húsasmiðjunnar sem örugglega er kjarni þess að þetta er á boðstólunum og á þessu verði kr 990 á manninn.
Eiga veitingamenn svar við þessu útspili verslunarinnar?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






