Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð Húsasmiðjunnar slær í gegn
Undirritaður varð þess heiður njótandi að snæða jólahlaðborðið í gærkvöldi og þvílík hamingja.
Það sem er á borðinu er 3 teg síld, 3 teg brauð, terrine með sultu, 2 teg salat, pastasalat, kjúklingalæri, kjúklinganaggar, coctailpylsur, eplasalat, kartöflusalat, bayonneskinka, Purusteik, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar baunir.
Rósa Valdimarsdóttir matreiðslumeistari Húsasmiðjunnar stjórnar þessu öllu af myndarskap eins og henni tamt að gera.
Ég náði smá samtali við hana og sagði hún að það hefði verið fullt á hverjum degi frá byrjun og get ég staðfest að í gærkvöldi er ég kom rétt fyrir 18°°, þá var salurinn þegar fullur af gestum og þurfti smá bið til að fá borð.
Eins og áður sagði smakkaðist þetta alveg einstaklega vel og skapar mjög jákvæða ímynd í huga fólks til Húsasmiðjunnar sem örugglega er kjarni þess að þetta er á boðstólunum og á þessu verði kr 990 á manninn.
Eiga veitingamenn svar við þessu útspili verslunarinnar?

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata