Uncategorized
Jólabjórinn að klárast
Jólabjórinn er að seljast upp í Danmörku. Dagblaðið Jydske Vestkysten hefur í dag eftir talsmanni Samtaka brugghúsa að salan hafi verið sérstaklega góð í ár.
Í samtökunum eru 40 brugghús af 102. Í flestum þeirra er jólabjórinn uppseldur, að sögn talsmannsins. Hann segir erfitt að meta fyrirfram hversu mikil salan verði í aðdraganda jólanna.
Enginn vilji að birgðirnar gangi til þurrðar löngu fyrir jól. Þá sé það fjárhagslegt áfall fyrir brugghúsin að sitja uppi með mikið af jólabjór eftir jól. Drykk sem enginn vilji lengur líta við. Ekki dugi að lækka verðið.
Það komi þá niður á sölu annarra tegunda. Síðan dali sala á bjór alla jafna eftir jól og áramót, þegar fólk strengir þess heit að hefja heilsusamlegt líferni.
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
[email protected]

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk