Uncategorized
Jólabjórinn að klárast
Jólabjórinn er að seljast upp í Danmörku. Dagblaðið Jydske Vestkysten hefur í dag eftir talsmanni Samtaka brugghúsa að salan hafi verið sérstaklega góð í ár.
Í samtökunum eru 40 brugghús af 102. Í flestum þeirra er jólabjórinn uppseldur, að sögn talsmannsins. Hann segir erfitt að meta fyrirfram hversu mikil salan verði í aðdraganda jólanna.
Enginn vilji að birgðirnar gangi til þurrðar löngu fyrir jól. Þá sé það fjárhagslegt áfall fyrir brugghúsin að sitja uppi með mikið af jólabjór eftir jól. Drykk sem enginn vilji lengur líta við. Ekki dugi að lækka verðið.
Það komi þá niður á sölu annarra tegunda. Síðan dali sala á bjór alla jafna eftir jól og áramót, þegar fólk strengir þess heit að hefja heilsusamlegt líferni.
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
[email protected]
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu