Vertu memm

Uncategorized

Jólabjórinn að klárast

Birting:

þann

Jólabjórinn er að seljast upp í Danmörku. Dagblaðið Jydske Vestkysten hefur í dag eftir talsmanni Samtaka brugghúsa að salan hafi verið sérstaklega góð í ár.

Í samtökunum eru 40 brugghús af 102. Í flestum þeirra er jólabjórinn uppseldur, að sögn talsmannsins. Hann segir erfitt að meta fyrirfram hversu mikil salan verði í aðdraganda jólanna.

Enginn vilji að birgðirnar gangi til þurrðar löngu fyrir jól. Þá sé það fjárhagslegt áfall fyrir brugghúsin að sitja uppi með mikið af jólabjór eftir jól. Drykk sem enginn vilji lengur líta við. Ekki dugi að lækka verðið.

Það komi þá niður á sölu annarra tegunda.  Síðan dali sala á bjór alla jafna eftir jól og áramót, þegar fólk strengir þess heit að hefja heilsusamlegt líferni.

Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið