Markaðurinn
John Lindsay hf. kaupir Kryddhúsið
John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið. Lindsay sérhæfir sig í innflutningi, heildsölu og framleiðslu á mat- og dagvöru til heimila og mötuneyta. Kryddhúsið var stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham, og framleiðir í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum sem fást í matvöruverslunum um land allt.
Stefán S. Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Lindsay, segir að framleiðsla og vörulager muni færast í Klettagarða 23.
„Við teljum að sameinað félag muni skapa ný tækifæri og opna nýja markaði fyrir þessar frábæru vörur. Við erum stöðugt að auka vöruframboð og þjónustu við viðskiptavini okkar og eru kaupin liður í því,“
segir Stefán.
Kryddhúsið verður sameinað matvælaframleiðandanum Agnari Ludvigssyni ehf., sem er dótturfélag Lindsay, og framleiðir Royal lyftiduft, Royal búðinga og Bezt á kryddin.
Arta lögmenn sáu um ráðgjöf við kaupin og KPMG annaðist áreiðanleikakönnun fyrir hönd Lindsay.
“Við göngum á vit nýrra ævintýra eftir lærdómsrík ár í Kryddhúsinu. Eftir stendur frábært vörumerki sem á eftir að dafna enn frekar hjá nýjum rekstraraðilum enda einvala starfslið í hverri stöðu þar. Það verður gaman að fylgjast með á hliðarlínunni í framtíðinni”
segja Ólöf og Omry.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum








