Markaðurinn
Jóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn sem nýr sviðsstjóri Stóreldhúsa- og veitingasviðs (HORECA) félagsins og hefur nú þegar hafið störf.
Jóhannes er hokinn af reynslu á þessu sviði eftir 20 ára starf sem sölumaður og sölustjóri, fyrst hjá A. Karlssyni og síðan hjá Fastus. Hann hefur því yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði auk þess að vera matreiðslumaður í grunninn og skilur því vel þarfir markaðarins. Í gegnum árin, þá hefur Jóhannes komið að hönnun og útfærslu á stórum hluta þeirra atvinnueldhúsa sem starfrækt eru á Íslandi.
“Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Jóhannes með í stjórnendateymið hjá BVT og ég er klár á því að hann muni spila stórt hlutverk í þeirri vegferð að gera Bako Verslunartækni að fyrsta valkosti hjá hótel- og veitingageiranum á Íslandi,”
segir Sverrir V. Hauksson, forstjóri BVT.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






