Freisting
Japanir sitja uppi með 40,000 þúsund tonn af hvalkjöti
Japanar eiga þúsundir tonna af hvalkjöti í geymslu. Þetta kom fram í máli Chris Carters, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands, sem sagði í viðtali við fjölmiðla nú í vikunni að talið væri að Japanir sætu uppi með 40.000 tonn af hvalkjöti í geymslum, þótt reynt hefði verið að koma kjötinu út í japönskum skólamötuneytum og við framleiðslu gæludýrafóðurs.
Carter segir hverfandi markað fyrir hvalkjöt.
Á vef Ríkisútvarps kemur fram að Japanska Kyodo fréttastofan hefur eftir Glen Inwood, talsmanni japanskrar hvalveiðistofnunar, að þetta sé ekki rétt – nær lagi sé að um 4000 tonn af hvalkjöti séu í geymslu. Þá sagði Inwood að Japanar eigi í viðræðum við Íslendinga um kaup á íslensku hvalkjöti.
Eftirfarandi myndband er klassískur áróður frá Greenpeace um Hvaladráp (7:29 mínútur), Athugið að í myndbandinu sýnir hvaladráp og öllu sem því fylgir og er ekki fyrir viðkvæma.
Mynd af vef Greenpeace, Hvalastöðin í Hvalfirði | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin