Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jan Warren er mættur á Slippbarinn og býður upp á dúndurkokteila á Menninganótt
Jan Warren sló í gegn á Reykjavík Bar Summit sem haldið var hér á landi í febrúar sl. og verður nú með framhald á snilli sinni á Slippbarnum.
Jan Warren ólst upp í illvígu Bronx hverfinu í New York og lifði fyrstu stunguárásina af aðeins 11 ára gamall. Að finna nálægð dauðans svo ungur að árum kveikti hjá honum sérstakan áhuga á lífinu og mótaði hann sem hnyttinn og húmorískan einstakling. Hann byrjaði snemma að útbúa kokteila á verstu börum borgarinnar en náði að vinna sig upp í bestu veitingahúsin á skömmum tíma. Barlífið hentaði honum og eftir að hafa skorið út ananas og skreytt kokteilglösin með sykri í nokkur ár er hann orðinn þekktur í kokteilheiminum sem áhugaverður og litríkur kokteilbarþjónn.
Músík og góðir kokteilar verður ríkjandi á Slippbarnum á Menningarnótt frá klukkan 18:00 með dúndurkokteila beint frá NEW YORK að hætti Jan Warren. Hægt er að fylgjast vel með á facebook síðu Slippbarsins hér.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






