Vertu memm

Keppni

Jakob Eggertsson sigraði í World Class barþjónakeppninni – Keppir í Sao Paolo í Brasilíu í haust – Myndir

Birting:

þann

World Class barþjónakeppnin 2023

Jakob Eggertsson fagnar sigrinum vel og innilega

World Class barþjónakeppnin fór fram í gær í Tjarnarbíó sem er stærsta og virtasta barþjónakeppni heims.

Sjá einnig: Úrslit WORLD CLASS barþjónakeppninnar ráðast á morgun

Tíu bestu kokteilbarþjónar landsins voru í úrslitum og eftir viðureignir dagsins voru þrír efstir á sviði í Tjarnarbíó. Þeir eiga það allir sameiginlegt að koma frá nýjum kokteilbörum en mikið er að gerast á veitingamarkaðnum þessa dagana með aukningu ferðamanna.

World Class barþjónakeppnin 2023

Dómnefndin var skipuð stórstjörnunni Kaitlyn Stewart frá Kanada en hún vann alþjóðlegu World Class keppnina árið 2017, Andra Davíð fyrsta sigurvegara hér heima og Jónasi Heiðarri frá Jungle Cocktail bar, World Class sigurvegari 2017. Dómarar flögguðu grænum eða rauðum fána eftir því hvort þeir myndu borga fyrir drykkinn eða ekki sem var æsispennandi.

Þetta er í fimmta sinn sem World Class keppnin er haldin á Íslandi og var síðast haldin árið 2019 og verður framvegis haldin annað hvert ár.

World Class barþjónakeppnin 2023

Fv. Leó Snæfeld, Sævar Helgi og Jakob Eggerts

TOPP 3

Leó Snæfeld frá Ömmu Don (Óx)

Jakob Eggerts frá Bingó Drinkery

Sævar Helgi frá Tipsý

Jakob Eggertsson bar sigur úr býtum en lokaviðureignin var að draga 6 klassíska kokteila óundirbúið uppi á sviði og þeir höfðu einungis 6 mínútur til að afgreiða drykkina.

Jakob keppir fyrir Íslands hönd í World Class barþjónakeppninni sem fer fram í Sao Paolo í Brasilíu í haust og þar verða bestu barþjónar heims frá hverju landi.

„Markmið okkar er að verða meðal topp 10 bestu heims.“

World Class barþjónakeppnin 2023

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið