Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ítalskt pop up á Apotekinu – Þú vilt ekki missa af þessum viðburði
Bræðurnir Massimiliano og Matteo Cameli Poppa aftur upp í eldhúsi Apoteksins vegna fjölda fyrirspurna. Bræðurnir heimsóttu Apotekið í nóvember í fyrra og heilluðu gesti með bæði ljúffengum mat og skemmtilegum karakterum.
Sjá einnig: Ítalskir bræður á Apótekinu – Fylgstu með á veitingageira-snappinu
Þeir snúa aftur með gómsæta ítalska rétti og hvítar og svartar ítalskar trufflur.
Viðburðurinn stendur yfir frá miðvikudaginn 20. til sunnudagsins 24. nóvember 2019.
Massimiliano og matteo eru eigendur fjölskyldu veitingastaðarins og hótelsins Al Vecchio Cenvento sem staðsett er í litla miðaldarþorpinu Portico di Romagna á milli Flórens og Ravenna.
Þeir erfðu matreiðsluástina og hæfileikana frá föður sínum, Gianni, sem stofnaði veitingastaðinn og hótelið ásamt móðir bræðrana í kringum árið 1970.
Matargerðin á Al Vecchio snýst um hráefnin sem fást í næsta nágrenni s.s skóginum ásamt hefðbundnum ítölskum uppskriftum í bland við nútímaeldhús og aðferðir.
Matseðillinn er glæsilegur að sjá:
- Gazpacho með jarðaberjum, burrata, melónu og íslensku „Guanciale“
- Jarðskokka spagettí með ólifuolíu, graslauk, reyktu lardo og Parmigiano osti
- Ricotta gnocchi með kartöflufroðu
- Lasagna með svörtum trufflum og gerjaðri svarthvítlaukssósu
- Grillað dádýr með grænmeti í rauðvíni og svartri „gremolada“
- Sole di Sicilia
- Kaktusperu-sorbet með sykruðum kapers, granateplum, og „orange blossom water“ margens
Bættu ítölskum trufflum á réttinn þinn Svartar trufflur 900 kr. Hvítar trufflur 1.900 kr.
SMAKKSEÐILL (SMAKKAÐU ALLA SEX RÉTTINA)
- Gazpacho með jarðaberjum
- Jarðskokka spagettí
- Ricotta gnocchi
- Lasagna með svörtum trufflum
- Grillað dádýr
- Sole di Sicilia
10.900 kr. á mann Aðeins framreiddur fyrir allt borðið
Nánar á apotek.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







