Freisting
Ítalir bíða spenntir eftir Jóa Fel
Sjónvarpskokkurinn og bakarinn Jói Fel er á leiðinni í mikla pílagrímsför til Ítalíu þar sem hann ætlar að kynnast þarlendri matargerðarlist.
Afraksturinn verður sýndur í nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 í næsta mánuði sem nefnist Ítalíuævintýri Jóa Fel.
Við ætlum að sjá hvernig þeir búa til þessar vörur sem við erum að kaupa eins og ólífuolíu, pestó og parmesanost. Síðan fer ég inn á nokkur veitingahús til að sjá hvernig þeir elda og fer svo heim og elda þar líka,“ segir Jói Fel, sem heldur af landi brott á sunnudag. Fetar hann þar með í fótspor kollega síns Jamie Oliver sem hefur verið duglegur að kynna sér ítalska matargerð og ítalskt hráefni af eigin raun.
Að sögn Jóa hefur Ítalíuförin verið rúmt ár í pípunum og því kominn tími til að hleypa verkefninu af stað.
Ég er búinn að hitta Ítalana og þeir bíða spenntir eftir okkur.“
Jói viðurkennir að vera mikill aðdáandi ítalskrar matargerðarlistar, rétt eins og svo margir aðrir. Þarna er grunnurinn að góðum mat. Við ætlum að læra hvað hráefnið skiptir miklu máli, eins og við þekkjum sjálf af lambakjöti og mjólkurafurðum.
Þetta er gert til að sýna Íslendingum fram á að við getum keypt allt það besta frá Ítalíu, það sem þeir eru að búa til fyrir íslenskan markað,“ segir hann.
Greint frá á visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan