Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Issi: „Við munum opna hjá Byko á Selfossi 1. maí“

Birting:

þann

Matarvagninn Issi Fish & Chips

Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko á Selfossi og Jóhann Issi Hallgrímsson

Matarvagninn Issi Fish & Chips hefur fengið fastan stað á Selfossi og kemur til með að bjóða upp á þennann ljúffenga rétt fyrir sunnlendingar í allt sumar.

„Þetta verður skemmtilegt sumar og vonum við að sunnlendingar og fleiri muni taka vel á móti okkur, því við munum taka vel á móti ykkur.“

segir í tilkynningu Issi Fish & Chips.

Jóhann Issi Hallgrímsson

Jóhann Issi Hallgrímsson við gosstöðvarnar í Geldingadölum

Undanfarið hefur matarvagninn verið með veitingasölu við gosstöðvarnar í Geldingadölum og nú verður breyting á þar sem vagninn flytur 1. maí næstkomandi og verður staðsettur fyrir utan Byko við Langholti 1 á Selfossi.

Matarvagninn Issi Fish & Chips

Flott combó

Sjá einnig:

Opnar veitingasölu við gosstöðvarnar í Geldingadölum

Opnunartími á Selfossi er frá kl. 11:30 – 20:00 alla daga.

Engar áhyggjur, Issi Fish & Chips á Fitjum í Reykjanesbæ er í fullu fjöri og verður líka glaumur og gleði þar í allt sumar.

Það eru veitingahjónin Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir sem eiga og reka Issi Fish & Chips.

Fleiri Issi Fish & Chips fréttir hér.

Myndir: facebook / Issi Fish & Chips

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið