Viðtöl, örfréttir & frumraun
Issi: „Við munum opna hjá Byko á Selfossi 1. maí“
Matarvagninn Issi Fish & Chips hefur fengið fastan stað á Selfossi og kemur til með að bjóða upp á þennann ljúffenga rétt fyrir sunnlendingar í allt sumar.
„Þetta verður skemmtilegt sumar og vonum við að sunnlendingar og fleiri muni taka vel á móti okkur, því við munum taka vel á móti ykkur.“
segir í tilkynningu Issi Fish & Chips.
Undanfarið hefur matarvagninn verið með veitingasölu við gosstöðvarnar í Geldingadölum og nú verður breyting á þar sem vagninn flytur 1. maí næstkomandi og verður staðsettur fyrir utan Byko við Langholti 1 á Selfossi.
Sjá einnig:
Opnunartími á Selfossi er frá kl. 11:30 – 20:00 alla daga.
Engar áhyggjur, Issi Fish & Chips á Fitjum í Reykjanesbæ er í fullu fjöri og verður líka glaumur og gleði þar í allt sumar.
Það eru veitingahjónin Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir sem eiga og reka Issi Fish & Chips.
Fleiri Issi Fish & Chips fréttir hér.
Myndir: facebook / Issi Fish & Chips

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum