Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskur yfirkokkur nýráðinn á hótel í Noregi

Birting:

þann

Björgvin Jóhann HreiðarssonBjörgvin Jóhann Hreiðarsson hefur verið ráðinn sem yfirkokkur á Rica hótelinu í Narvik í Noregi sem er nýjasta hótelið í Rica hótelkeðjunni.  Björgvin er 36 ára matreiðslumaður og lærði fræðin sín hjá Bjarka Hilmarssyni á Hótel Geysi, en hann hefur meðal annars unnið á Hótel Leirubakka, Hótel Glym og Skandinavian á Laugaveginum.

Árin 2008 og 2009 starfaði Björgvin Bolkesjo hóteli í Noregi ásamt þeim Hilmari Þór Harðarsyni matreiðslumanni og Sigurði Rúnari Ásgeirssyni sem er í dag yfirmatreiðslumaður yfir Rica hótelinu í Stavanger.

Rica hótelið Narvik er staðsett í miðbæ Narvikur sem er 14 þúsund manna bæjarfélag í norður Noregi.  Hótelið er 16 hæða fjölskyldu og ráðstefnuhótel með 148 herbergi og fundaraðstöðu fyrir 300 manns.  Hótelið opnaði 1. mars 2012.

Veitingastaðurinn sjálfur tekur 230 manns í sæti en með öðrum hliðarsölum er hægt að taka 400 manns í mat í heildina.  Yfirþjónn er norðmaðurinn Morten Andreassen, en á veitingastaðnum er boðið upp á mat úr árstíðar-, og staðbundið hráefni í bland við norskan mat frá fyrri tíð sem settur hefur verið í nýjan búning.  Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 18:00 til 22:30, en frá kl 11:00 til 18:00 er opið fyrir bistró matseðil á hótelbarnum sem staðsettur er upp á 16. hæð.

Myndir: af facebook síðu Rica hótelsins í Narvik.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið