Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskur yfirkokkur nýráðinn á hótel í Noregi
Björgvin Jóhann Hreiðarsson hefur verið ráðinn sem yfirkokkur á Rica hótelinu í Narvik í Noregi sem er nýjasta hótelið í Rica hótelkeðjunni. Björgvin er 36 ára matreiðslumaður og lærði fræðin sín hjá Bjarka Hilmarssyni á Hótel Geysi, en hann hefur meðal annars unnið á Hótel Leirubakka, Hótel Glym og Skandinavian á Laugaveginum.
Árin 2008 og 2009 starfaði Björgvin Bolkesjo hóteli í Noregi ásamt þeim Hilmari Þór Harðarsyni matreiðslumanni og Sigurði Rúnari Ásgeirssyni sem er í dag yfirmatreiðslumaður yfir Rica hótelinu í Stavanger.
Rica hótelið Narvik er staðsett í miðbæ Narvikur sem er 14 þúsund manna bæjarfélag í norður Noregi. Hótelið er 16 hæða fjölskyldu og ráðstefnuhótel með 148 herbergi og fundaraðstöðu fyrir 300 manns. Hótelið opnaði 1. mars 2012.
Veitingastaðurinn sjálfur tekur 230 manns í sæti en með öðrum hliðarsölum er hægt að taka 400 manns í mat í heildina. Yfirþjónn er norðmaðurinn Morten Andreassen, en á veitingastaðnum er boðið upp á mat úr árstíðar-, og staðbundið hráefni í bland við norskan mat frá fyrri tíð sem settur hefur verið í nýjan búning. Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 18:00 til 22:30, en frá kl 11:00 til 18:00 er opið fyrir bistró matseðil á hótelbarnum sem staðsettur er upp á 16. hæð.
Myndir: af facebook síðu Rica hótelsins í Narvik.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt