Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskur matreiðslumaður í Litháen fær græna Michelin stjörnu
Nú í vikunni fékk veitingastaðurinn Red Brick grænu Michelin stjörnuna sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í sjálfbærni.
„Ætli það sé ekki hversu nálægt allt er, grænmetið ræktað innan við 500 metra frá veitingastaðnum, black angus naut ræktað á landinu okkar og slátrað sirka 300 metra frá í okkar eigin sláturhúsi.
Nýtum líka mikið af villtu hráefni og reynum auðvitað okkar besta að nýta allt hráefnið.“
Segir Arnór Ingi Bjarkason eigandi og yfirmatreiðslumaður Red Brick í samtali við veitingageirinn.is. Staðurinn er staðsettur sirka klukkustundar akstur frá borginni Vilnius í Litháen. Red Brick er „farm to table“ veitingastaður að mestu leyti og er í gömlu „farm house“ sem er búið að gera upp.
Arnór Ingi lærði fræðin sín hjá Hrefnu Sætran á Fiskmarkaðnum, starfaði á Grillmarkaðnum og einnig á veitingastaðnum Grön í Helsinki og Studio í Köben.
Red Brick opnaði 24. ágúst 2023.
„Var að leita mér að húsnæði til að opna minn eigin veitingastað og datt inná danskan mann, [Innskot fréttamanns: Niels Peter Pretzmann, meðeigandi Red brick], sem á býlið/bóndabæinn „Farmers Circle“ og hann bauð mér þann stað til að gera það sem ég vildi.“
Sagði Arnór sem sér um daglegan rekstur staðarins ásamt eiginkonu sinni og veitingastjóra Red Brick, Lina Marija Balčiūnaitė.
Red Brick tekur 38 manns í sæti og býður upp á 15-18 rétta smakkseðil á kvöldin, sem er unnin mestmegnis úr hráefni af bóndabænum bæði grænmeti, kjöt og egg.
Hjá veitingastaðnum er gömul uppgerð hlaða sem notuð er í veislur og tekur 150 manns í sæti.
„Erum 4 í eldhúsinu og 2 í salnum, erum samt í því að reyna bæta við starfsfólki. Vinnum bara eina vakt, opið miðvikudag – laugardag.
Sagði Arnór að lokum.
Matseðill
Farmers Circle
Spring tartlet
Lamb & Rhubarb
Mackerel, Rhubarb & Radish
Chawanmushi, Peas & Ramsons
Lamb, Cabbage & Black currant
Asparagus, Onion & Coffee
Bread
Monkfish, Walnut, Miso & Chicken
Lamb & Cabbage
Elderflower, Beetroot & Rhubarb
Mushroom & Spruce
Kleina
Sorrel
Price €87
Menu items are subject to change according to seasonality and availability.
Hjá Red Brick er lítið gistiheimili sem heitir „Sleepy Horse“ og er gamalt hesthús sem var breytt í 15 herbergja gistiheimili og geta gist allt að 4 manns í hvert herbergi og kostar nóttin 95 evrur.
Heimasíða Red Brick: www.red-brick.lt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar13 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s