Freisting
Íslenskur brunch slær í gegn í Kaupmannahöfn
The Laundromat Café
Þetta er stærsta svona kosning á netinu hér og það er tekið mikið mark á þessu. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir okkur,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Friðrik og félagar hans eiga og reka tvö kaffihús þar í borg sem kallast The Laundromat Café.
Í fréttablaðinu er greint frá að vefsíðan Alt on Köbenhavn, Aok.dk, stendur árlega fyrir kosningunni Byens bedste þar sem markmiðið er að finna eftirtektarverða og skemmtilega hluti í Kaupmannahöfn. The Laundromat Café er einn fimm veitingastaða sem tilnefndir eru fyrir besta brunch“-inn, en morgunverðarhlaðborð Friðriks og félaga hefur verið rómað frá því staðurinn var opnaður. Þetta ætti að vekja mikla athygli á staðnum enda er Aok.dk ein af fimm mest sóttu vefsíðum Danmerkur að sögn Friðriks.
Þetta er náttúrlega alveg frábært. Hérna úti fara líka nánast allir í brunch um helgar. Það er bara rútína hjá mörgum að fara á fætur um 10 og beint út í brunch. Mér finnst þetta mjög góður siður, sérstaklega þegar vinahópar eða fjölskyldur nota þetta tækifæri til að hittast,“ segir Friðrik sem vonast að sjálfsögðu eftir stuðningi að heiman, að Íslendingar greiði veitingastaðnum atkvæði í kosningunni. Það hafa tugþúsundir Íslendinga komið til okkar síðustu fjögur ár og ég hvet alla sem hafa smakkað matinn okkar til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar.“
Ítarlega er fjallað um The Laundromat Café á Aok.dk. Þar er meðal annars að finna grein um bestu hamborgarana sem fást í Kaupmannahöfn og er staðurinn einn af fimm veitingastöðum sem nefndir eru til sögunnar í þeim geira. Auk þess er vísað inn á almenna umfjöllun um staðinn þar sem meðal annars er að finna eftirfarandi kafla um Friðrik:
Það var einu sinni smiður. Hann bjó á Íslandi. Hann kynntist eitt kvöldið ljóshærðri danskri stúlku í hestaferð. Kvöldið hefði getað verið upphaf og endir þessarar sögu hefði stúlkan ekki boðið smiðnum í partí í Kaupmannahöfn. Smiðurinn hreifst af stúlkunni og ílengdist í Kaupmannahöfn. Þannig kom það til að Friðrik og þrír vinir hans eiga í dag bæði tvö kaffihús hér, The Laundromat Café.“ Síðan eru liðin fjögur ár og Friðrik og félagar hafa komið sér vel fyrir í borginni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni á Friðrik von á fyrsta barni sínu í janúar með danskri unnustu sinni. Mánuði fyrr fagnar hann fertugsafmæli sínu svo það í mörg horn að líta.
Netkosningin hófst í hádeginu á föstudaginn s.l. og stendur í tvær vikur.
Slóðin á netkosninguna er Byensbedste.aok.dk
Heimasíða The Laundromat Café: www.thelaundromatcafe.com
Mynd: thelaundromatcafe.com | [email protected]
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu