Uncategorized
Íslenskur bjór á markað í Danmörku
Hver hefði trúað því, ef maður hefði sagt að Íslendingar ættu eftir að flytja bjór út og það til bjórþjóðar eins og Danmerkur, maður hefði snarlega verið settur í spennitreyju inn í herbergi við sundin blá og lyklinum hent.
En nú árið 2008 er þetta heldur betur að rætast en bjórinn Skjálfti verður á næstunni til sölu í víndeild Magasyn du Nord og til að toppa þetta þá mun verslunarkeðjan COOP selja jólabjór frá verksmiðju í Ölvinsholti, en eins og menn vita þá kemur skjálfti þaðan sem og Móri.
Samningur um sölu á 100000 lítrum af bjór til Danmerkur á ári er í höfn og segja Ölvinsholtsmenn það vera um 1/3 af framreiðslugetu, og svari til um 60% aukningar á útflutningi á bjór.
Einnig eru þreyfingar í gangi um sölu til fleiri landa í gangi.
Snjallir bændur þar á ferð en þeir heita Jón Elías Gunnlaugsson Garðyrkjubóndi og Bjarni Einarsson Eggjabóndi.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025