Uncategorized
Íslenskur bjór á markað í Danmörku

Hver hefði trúað því, ef maður hefði sagt að Íslendingar ættu eftir að flytja bjór út og það til bjórþjóðar eins og Danmerkur, maður hefði snarlega verið settur í spennitreyju inn í herbergi við sundin blá og lyklinum hent.
En nú árið 2008 er þetta heldur betur að rætast en bjórinn Skjálfti verður á næstunni til sölu í víndeild Magasyn du Nord og til að toppa þetta þá mun verslunarkeðjan COOP selja jólabjór frá verksmiðju í Ölvinsholti, en eins og menn vita þá kemur skjálfti þaðan sem og Móri.
Samningur um sölu á 100000 lítrum af bjór til Danmerkur á ári er í höfn og segja Ölvinsholtsmenn það vera um 1/3 af framreiðslugetu, og svari til um 60% aukningar á útflutningi á bjór.
Einnig eru þreyfingar í gangi um sölu til fleiri landa í gangi.
Snjallir bændur þar á ferð en þeir heita Jón Elías Gunnlaugsson Garðyrkjubóndi og Bjarni Einarsson Eggjabóndi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





