Freisting
Íslenskt vatn í úrslitum í alþjóðlegri vatnssamkeppni
Jón Ólafsson með framleiðslu sína
Icelandic Glacial vatnið er komið í lokaúrslit ásamt Coca Cola og Danone, sem framleiðir Evian, í samkeppni um þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum.
Á suðurlandsvefnum Sudurland.is er sagt frá að verðlaunin kallast Bottled Water World Awards og verða úrslit tilkynnt á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg í dag, fimmtudag. Veitt eru verðlaun fyrir árangur á ýmsum sviðum og er Icelandic Glacial tilnefnt ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur í flokknum besta framtak til sjálfbærni.“ Umhverfismál og sjálfbærni eru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó að þessu sinni og nýtur þessi verðlaunaflokkur því sérstakrar athygli. Tilnefningar Coca Cola og Danone eru vegna sérverkefna á þessu sviði.
Þessi tilnefning er sérstaklega mikilvæg fyrir markaðssetningu okkar í Bandaríkjunum, sem er nýhafin. Það er ekki á hverjum degi sem lítið íslenskt vörumerki stendur jafnfætis risum á borð við Coca Cola og Danone, sem meðal annars framleiðir Evian, sem er þekktasti vatnsdrykkur í heimi, og eftir því er tekið. Gríðarleg umhverfisvakning á sér stað í þessum geira og þeir sem skara framúr í sjálfbærni, ekki síst hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, vekja mikla athygli,“ segir Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju félagsins í Þorlákshöfn.
Mynd: Sudurland.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín