Freisting
Íslenskt vatn í úrslitum í alþjóðlegri vatnssamkeppni
Jón Ólafsson með framleiðslu sína
Icelandic Glacial vatnið er komið í lokaúrslit ásamt Coca Cola og Danone, sem framleiðir Evian, í samkeppni um þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum.
Á suðurlandsvefnum Sudurland.is er sagt frá að verðlaunin kallast Bottled Water World Awards og verða úrslit tilkynnt á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg í dag, fimmtudag. Veitt eru verðlaun fyrir árangur á ýmsum sviðum og er Icelandic Glacial tilnefnt ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur í flokknum besta framtak til sjálfbærni.“ Umhverfismál og sjálfbærni eru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó að þessu sinni og nýtur þessi verðlaunaflokkur því sérstakrar athygli. Tilnefningar Coca Cola og Danone eru vegna sérverkefna á þessu sviði.
Þessi tilnefning er sérstaklega mikilvæg fyrir markaðssetningu okkar í Bandaríkjunum, sem er nýhafin. Það er ekki á hverjum degi sem lítið íslenskt vörumerki stendur jafnfætis risum á borð við Coca Cola og Danone, sem meðal annars framleiðir Evian, sem er þekktasti vatnsdrykkur í heimi, og eftir því er tekið. Gríðarleg umhverfisvakning á sér stað í þessum geira og þeir sem skara framúr í sjálfbærni, ekki síst hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, vekja mikla athygli,“ segir Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial hlaut í júní sl. vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju félagsins í Þorlákshöfn.
Mynd: Sudurland.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin