Vertu memm

Markaðurinn

Íslenskt lamb í sókn á veitingahúsum – Icelandic Lamb í samstarf við veitingageirinn.is

Birting:

þann

Icelandic lamb - Lambakjöt

Icelandic lamb - LogoHafliði Halldórsson matreiðslumaður er verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb sem er markaðsskrifstofa sauðfjárbænda.  Hafliði starfar náið með veitingamönnum að aukinni sölu lambakjöts og vill nú stórauka samstarfið og veita sérstaka athygli því sem vel er gert.

„Við vinnum að markaðsetningu og auknum virðisauka sauðfjárafurða í víðum skilningi hvort sem snýr að mat eða öðrum afurðum eins og td ull og skinnum. Við hvetjum til nýsköpunar og vöruþróunar og vinnum með fjölmörgum að slíkum verkefnum. Markaðsefni okkar er á ensku og er markvisst beint til ferðamanna í því skini að auka áhuga þeirra á íslensku lambi og afurðum úr því.

Icelandic lamb - Grillið

Formlegt samstarf Icelandic Lamb við veitingahús hófst fyrir ári síðan og nú eru um 40 veitingahús og hótel í samstarfinu.

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson

Í starfinu vekjum við sérstaklega athygli á sögunni, sérstöðu íslenska sauðfjárstofnsins sem hér hefur verið einangraður í þúsund ár, hreinleika og gæða afurðanna. Við hlökkum til náins samstarfs við veitingamenn. Við viljum fá bransann til liðs við okkur í því að gera skemmtilega og gagnlega hluti fyrir sauðfjárbúskap og í leiðinni veitingahúsin sem eru afar stolt af íslenska lambinu og gera vel í því að bjóða ferðamönnum hágæða íslenskt lambakjöt. Við viljum styðja þau í því og leggjum þar til ákveðna stefnu, sterkt merki „logo“  og markaðsefni.

Formlegt samstarf Icelandic Lamb við veitingahús hófst fyrir ári síðan og nú eru um 40 veitingahús og hótel í samstarfinu.

2016 teljum við að hafi samstarfið strax skilað mælanlegum árangri því þá jókst í sala á lambakjöti til veitingahúsa eftir nokkurra ára samdráttarskeið. Veitingahúsum í samstarfi við okkur mun fjölga hratt frá og með þessari viku og markmið okkar er að fá fleiri til samstarfsins á allra næstu vikum og hvetjum veitingamenn til að hafa samband við okkur hafi þeir áhuga á formlegu samstarfi.“

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið