Keppni
Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni
Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.
Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.
„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“
segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.
Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.
Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla