Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskir matþörungar – Ein af áhugaverðustu bókum þessa árs

Birting:

þann

Íslenskir matþörungar

Út er komin vafalaust ein af áhugaverðustu bókum þessa árs – Íslenskir matþörungar – sem á sér enga hliðstæðu hér á landi né varla annars staðar.

Bókin segir okkur allt um það hvernig við berum okkur að, bæði í tínslu og verkun á matþörungum sem við finnum í fjörunni allt í kringum Ísland en þess fyrir utan er hún einnig einstaklega falleg matreiðslubók.

Í fyrsta skipti birtist í íslenskri bók alhliða fróðleikur um þá ofurfæðu sem matþörungar eru. Lífríkið í fjörunni, sem aldrei sefur, hefur nefnilega að geyma næringarríkustu lífverur sem almennt finnast. Sneisafullar af prótíni, vítamínum og steinefnum. Í bókinni lærir þú allt um hlaðborð fjörunnar, sjálfbæra nýtingu matþörunga, verkun, geymsluaðferðir og matreiðslu. Aðgengileg kort sýna útbreiðslu þörunganna.

Höfundar bókarinnar eru fjórir; land- og umhverfisfræðingurinn Eydís Mary Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson, sagnfræðingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir og loks ljósmyndarinn Karl Petersson. Bókin er því skiljanlega uppfull af fróðleik, sögu, uppskriftum og glæsilegum ljósmyndum.

Íslenskir matþörungar opnar okkur heim ofurfæðunnar úr fjörunni, bókin er fyrir alla þá sem elska mat og matreiðslu, heilbrigði og útiveru, nýtingu og sjálfbærni í íslenskri náttúru. Bókin hvetur alla lesendur og fjölskyldur þeirra til samveru og útiveru – fara saman í fjörumó og uppgötva um leið það veisluborð sem við búum að í fjörunni.

Bókin geymir fjölda girnilegra mataruppskrifta er innihalda matþörunga og er það einn fremsti matreiðslumeistari þjóðarinnar sem galdrar réttina fram.

Hægt er að kaupa bókina hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið